Goðasteinn - 01.09.1998, Page 289
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
stundar. Síðustu æviárin dvaldi hún á
Dvalarheimilinu Lundi. Hún andaðist
eftir mjög skamma legu á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní 1997 og varjarðsung-
in í Skarðskirkjugarði.
57: Halldóra J. Þorvarðardóttir,
Fellsmúla.
Kjartan Þór Kjartansson,
Heiðvangi 19, Hellu
Kjartan Þór Kjartansson fæddist f
Reykjavík 7. mars 1967, þriðja og
næstyngsta barn hjónanna Elínar
Sveinsdóttur úr Reykjavík og Kjartans
Kjartanssonar frá Austurey í Laugar-
dal, sem búsett eru að Heiðmörk 67 í
Hveragerði. Systkini Kjartans Þórs eru
Sigríður Birna, sem býr í Mosfellsbæ,
gift Þorsteini Marel Júlíussyni, Sveinn
á heima í Amsterdam í Hollandi, og
Þórir er í foreldrahúsum í Hveragerði.
Kjartan Þór átti góða og glaðværa
æskudaga í Hveragerði, umvafinn ást-
ríki foreldra og systkina, auk þess sem
amma hans, Margrét Þorkelsdóttir,
dvaldi á heimilinu öll hans uppvaxtar-
ár. Með þeim urðu miklir kærleikar frá
fyrstu tíð, og komu þar glöggt í ljós
sterkir eðliskostir í fari Kjartans Þórs,
tryggð, frændrækni og vinfesti. Hann
varð einnig snemma nátengdur Þóru,
móðursystur sinni, og manni hennar,
Davíð Oskarssyni. Þorpið í Hveragerði
var ákjósanleg umgjörð leikja og ævin-
týra barnanna, sem Kjartan Þór naut til
fullnustu, glaðbeittur og brosmildur
alla tíð, og varð snemma hjálpsamur og
greiðvikinn. Frá unga aldri sótti hann
mikið í félagsskap föður síns, og fylgdi
honum gjarnan til vinnu við húsvörslu í
íþróttahúsinu. I því starfi urðu tíðar
ferðir húsvarðarins til útréttinga í
Reykjavík, og henti fjölskyldan oft
gaman að því hvernig Kjartan Þór
lærði að rata um höfuðborgina, því þar
þekkti hann hverja einustu bygginga-
vöruverslun, sem hann síðan notaði
sem viðmið þegar hann fór að fara
þangað upp á eigin spýtur.
Kjartan Þór fór ungur til sumar-
dvalar hjá frændfólki sínu í Austurey.
Þeim stað var hann bundinn sterkum
böndum, og ekki síður fyrir þá sök að
þar, nærri Apavatni, reisti fjölskyldan
sér sumarhús er stundir liðu, sem varð
vettvangur ógleymanlegra atvika í lífi
hennar, sem nú verða ástvinum hans
veisla í farangrinum fram á veginn.
Kjartan Þór varð snemma vel að
manni, og náði góðri leikni í íþróttum.
Badminton varð hans eftirlætisgrein,
og þar vann hann til verðlauna marg-
sinnis, bæði á aldursflokka- og héraðs-
mótum. Að loknu grunnskólanámi í
Hveragerði lá leið hans á málmiðna-
; braut Fjölbrautaskóla Suðurlands á
-287-