Goðasteinn - 01.09.1998, Page 290
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Selfossi, þar sem hann stóð þó stutt
við. Næstu árin stundaði hann ýmis
störf, var til sjós, dvaldi í Noregi um
tíma við tilfallandi vinnu, og starfaði
um hríð við umönnun þroskaheftra á
Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ.
Árið 1987 lágu saman leiðir hans og
eftirlifandi sambýliskonu hans, Hrafn-
hildar Einarsdóttur frá Hellu. Foreldrar
hennar eru hjónin Einar Hróbjartsson
frá Lambafelli undir Eyjafjöllum og
Ólafía Oddsdóttir frá Vatnshóli í Aust-
ur-Landeyjum. Samband þeirra Kjart-
ans og Hrafnhildar varð snemma afar
náið, og eftir hálft ár hófu þau sambúð
í Keflavík, þar sem Hrafnhildur starf-
aði á tannlæknastofu. Kjartan festi ekki
yndi á þeim slóðum, því hið fagra
Rangárþing seiddi hann og laðaði til
sín, og fyrir hans orð íluttust þau brátt
aftur austur að Hellu. Hvergi undi
Kjartan sér betur en þar. Hann féll vel
að fjölskyldu Hrafnhildar; systkini
hennar, þau Helgi og Ingibjörg, urðu
sem systkini hans, og foreldrum hennar
reyndist hann sem besti sonur.
Á Hellu stofnuðu þau Kjartan og
Hrafnhildur heimili að Hólavangi 9.
Þau opinberuðu trúlofun sína á gaml-
árskvöld 1991, og vorið eftir fæddist
þeim frumburðurinn, Elín Huld. Rösk-
um fjórum árum síðar, haustið 1996,
leit svo Einar Aron dagsins ljós. Þá
höfðu þau fest kaup á húsinu númer 19
við Heiðvang, þar sem þau bjuggu sér
fallegt heimili, helgan reit ástar og trú-
festi sem Kjartan stóð dyggan vörð um.
Hrafnhildur og börnin voru líf hans og
yndi, stolt hans og prýði, og skyldur
sínar sem heimilisföður rækti hann af
alúð og einlægni, og leitaðist við að
veita konu sinni og börnum allt það
besta sem í hans valdi stóð og hann
vissi hollast og dýrmætast.
Kjartan var alla tíð mikill áhuga-
maður um íþróttir, eins og þegar er
getið, og lagði drjúg lóð á vogarskálar
badmintoniðkunar á Hellu eftir að
þangað kom. Meiðsli í baki vegna slyss
árið 1993 komu hins vegar í veg fyrir
frekari þátttöku hans í íþróttum, enda
þótt hvorki dvínaði áhugi hans á því
sviði né hjálpsemi á öðrum, þar sem
hann fann muna um sig. Á Hellu starf-
aði Kjartan við afgreiðslu á bensínstöð
Olís framan af, en greip lfka í aðstoð
við pípulagnir með Einari tengdaföður
sínum. Árið 1992 réðst hann til starfa
hjá Slitlagi ehf., vann þar að sumrinu,
en fékkst við skeifnasmíði hjá Helga
Valberg á Hellu yfir veturinn. Hjá Slit-
lagi var Kjartan í nánu samneyti við
svila sinn, Smára Gunnarsson, sem var
honum traustur félagi og vinur, auk
þeirra Gunnars Ásgeirssonar og Gests
Pálssonar, sem hann mat mikils. Hon-
um féll þessi vinna vel, kom sér vel við
vinnufélagana, alltaf stundvís, hjálpfús
og vinnusamur, aflaði sér réttinda á þau
tæki sem til þurfti, og lagði metnað
sinn allan og dug í störf sín í þágu
fyrirtækisins, sem naut krafta hans allt
til síðasta dags.
Kjartan lést af slysförum við störf
sín við Mánatorg í Keflavík hinn 31.
október 1997, aðeins þrítugur að aldri.
Hann var jarðsettur í Odda 8. nóvem-
ber 1997.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda.
-288-