Goðasteinn - 01.09.1998, Side 291
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Kristinn Jónsson, Brúarlandi, Hellu
Kristinn Jónsson fæddist að Þjóð-
ólfshaga í Holtum 19. júní 1903. For-
eldrar hans voru hjónin Anna Guð-
mundsdóttir frá Miðhúsum í Hvol-
hreppi og Jón Jónsson frá Bjóluhjá-
leigu, er þá höfðu nýhafið húskap sinn
í Þjóðólfshaga. Þaðan fluttu þau innan
fárra ára að Bjóluhjáleigu þar sem þau
bjuggu röska tvo áratugi, og síðan á
Hrafntóftum. Var Kristinn næstelstur 8
barna þeirra, en hin voru Jón, Guðrún,
Ingibjörg, Ingigerður, Ingólfur, Sig-
ríður og Ragnar. Af þeim lifa bróður
sinn systurnar þrjár, Guðrún í Nesi,
Ingibjörg og Sigríður, sem báðar eru
búsettar í Reykjavík.
Kristinn sleit barnsskónum í Bjólu-
hverfinu, og þaðan átti hann ljúfar
minningar frá þeim dögum um kær-
leiksríkt æskuheimili, mótandi til
manndóms og atgervis, kærleika og
trúartrausts, er hann bjó að á langri
ævi. Margt fólk var til húsa á hverjum
bæ, svo börn og unglinga skorti ekki
samfélag jafnaldra og jafningja í leikj-
um og störfum. Hver og einn lagði
hönd á plóg eftir aldri og getu, og í
fyllingu tímans fóru ungir menn í
verið. Þannig sótti Kristinn einar tíu
vertíðir, ýmist til Vestmannaeyja eða
Keflavíkur, en annir bústarfanna köll-
uðu hann þó jafnan aftur heim á vorin.
Kristinn eignaðist vörubíl 1929, og var
með hléum og samhliða öðrum störfum
viðloðandi vörubílaakstur næstu þrjá
áratugina. Þannig liðu æsku- og ung-
dómsárin, og í fyllingu tímans kom að
því að Kristinn festi ráð sitt. Hinn 13.
október 1934 kvæntist hann ungri
kaupakonu í Bjóluhverfinu, Jónu Sól-
veigu Einarsdóttur frá Asgarði í Dölum
vestur. Hún var dóttir hjónanna Helgu
Jónsdóttur og Einars Einarssonar er
lengi bjuggu á Leysingjastöðum í
Hvammssveit. Ungu hjónin hófu þá
þegar búskap að Selalæk, og bjuggu
þar næstu 5 árin. Jafnframt bjuggu þá á
jörðinni Guðrún, systir Kristins, og
Gunnar Jónsson, er síðar fluttust að
nýbýli sínu í Nesi. Helga, tengdamóðir
Kristins, var í heimilinu hjá þeim Jónu,
en Einar bóndi hennar, var þá látinn
fyrir allmörgum árum. Árið 1939 reistu
þau sér hús á Hellu, er þau nefndu
Brúarland. Var það fyrsta íbúðarhús
sem reist var þar í þorpinu, og fluttust
þau þangað strax um haustið. Kristinn
hóf þá störf hjá Kaupfélaginu Þór, og
vann þar í pakkhúsi og við afgreiðslu
allt til ársins 1978, samhliða bifreiða-
akstri í íhlaupum, sem áður var getið.
Heimili og hjúskapur þeirra Kristins
og Jónu einkenndist af ástríki og um-
hyggju, sem börnin þeirra þrjú nutu í
góðu atlæti til lífs og sálar. Þau systkin
eru öll búsett á Hellu. Elstur er Svavar,
kvæntur Jónu Helgadóttur. í miðið er
-289-