Goðasteinn - 01.09.1998, Side 293
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
lífi, þau Sigurbjörg, Einara, Arngrímur,
Ástríður, Sigurlína og Sigurður en tveir
bræður hennar eru látnir, þeir Sigurður
Anton og Kristinn.
Kristín ólst fyrstu árin upp hjá for-
eldrum sínum, en 10 ára að aldri missti
hún móður sína. Fluttist hún þá, árið
1932, með Sigurbjörgu elstu systur
sinni til Vestmannaeyja og átti þar sín
uppvaxtarár og gekk þar í skóla. Fór
hún fljótlega eftir fermingu að vinna
fyrir sér og var í vistum hér og þar og
reyndist fylgin sér og dugmikil í hverju
því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún
var lrka listfeng og lagin, ekki síst við
saumaskap sem lék henni í höndum.
Kristín giftist ung Arnóri Jónssyni
og eignaðist með honum dótturina Ingu
Jóhönnu, sem búsett er í Malmö í Sví-
þjóð. Það hjónaband var skammvinnt,
en nokkrum árum síðar eða hinn 8.
október 1949 giftist Kristín Jóni Ást-
valdi Helgasyni í Vestmannaeyjum og
eignuðust þau 6 börn, sem eru í aldurs-
röð talin: Óli Þór, Sigurbjörg Sóley,
tvíburabræðurnir Sigurður Rúnar og
Finnbogi Arnar, Ragnar og Viðar Þór.
Öll eiga þau afkomendur og eru barna-
börn Kristínar, við fráfall hennar, 20
talsins og langömmubörnin 6, þar af er
eitt látið. Að meðtöldum tengdabörnum
og venslafólki átti Kristín því stóran
hóp ástvina í kringum sig. Var það
henni mikið gleði- og þakkarefni og
hinn mesti styrkur og lífsgæfa, og það
alveg sérstaklega síðasta árið, eftir að
hún rnissti Ástvald, sinn umhyggju-
sama eiginmann, en hann lést 20. apríl
1996 og var jarðsunginn á Breiðabóls-
stað 30. sama mánaðar.
í Vestmannaeyjum bjuggu þau
Kristín og Ástvaldur lengst af í Sigtúni,
en það hús höfðu þau keypt og síðan
stækkað svo að hentaði betur þeirra
stóru fjölskyldu. Þau Kristín og Ást-
valdur voru mjög samhent og einhuga
um heimilishagi og fjölskyldulíf og til
þess var tekið hvað heimilisfaðirinn var
liðtækur og hjálpsamur konu sinni við
hússtörfin og barnauppeldið. En Kristín
lét heldur ekki sinn hlut eftir liggja.
Hún var mikil húsmóðir og hannyrða-
kona og lagði sig fram um að hlúa að
heimili sínu með smekkvísi sinni og
lagvirkni. Þannig saumaði hún allan
fatnað á börnin og lagði mikið upp úr
því að þau væru jafnan vel til fara.
Hefur það einatt kostað hana langan
vinnudag og vökur að sinna svo stóru
heimili og mörgum börnum. En öll
hennar fyrirhöfn hefur blessast og lætur
sig ekki án vitnisburðar um árangur af
natni hennar og fórnfýsi í móðurhlut-
verkinu. Allt þetta fann hún sér ríku-
lega endurgoldið í samheldni fjölskyld-
unnar og miklu barnaláni sem vakti
henni gleði og þakkarkennd.
Árið 1968 urðu mikil þáttaskil í lífi
Kristínar er hún flutti með fjölskyldu
sinni úr Eyjum upp í Hvolsvöll. Bú-
ferlaflutningar þessir voru sérstæðir að
því leyti að fjölskyldan og búslóð
hennar var flutt flugleiðis upp á Skóga-
sand og þaðan ekið til Hvolsvallar.
Bjuggu þau fyrst í hinu gamla verslun-
arhúsi kaupfélagsins en byggðu sér
síðan myndarlegt fbúðarhús að Stóra-
gerði 16, þar sem þau bjuggu síðan til
1985. Kristín tók að sér ýmis störf á
Hvolsvelli, var m.a. handavinnukennari
-291-