Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 296
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
legum þrótti hennar. Hún hafði lagt út í
lífið með gott veganesti að heiman,
menntast af eigin rammleik, unnið fyrir
sér í sjálfstæði og dugnaði og alltaf
haldið tryggð við heimili sitt og fjöl-
skyldu sinnar.
Hún andaðist að Lundi á föstudag-
inn langa, 29. mars 1997, og var jarð-
sungin frá Akureyjarkirkju í Land-
eyjum 5. apríl 1997.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Þykkvabœ.
Kristján Örn Magnússon,
Hvolsvegi 28, Hvolsvelli
Kristján Örn Magnússon fæddist á
Seljalandi undir Eyjafjöllum hinn 30.
september 1942. Foreldrar hans voru
hjónin Laufey Guðjónsdóttir frá
Fremstuhúsum í Dýrafirði og Magnús
Kristjánsson frá Seljalandi, sem lengi
bjuggu á Hvolsvelli, þar sem Magnús
var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rang-
æinga. Þau hjón fluttust síðar til
Reykjavíkur, en eru nú bæði látin.
Kristján var elsta barn þeirra, en yngri
eru Svanfríður og Borgþór.
Kristján ólst upp á Hvolsvelli, og
átti þar heima alla ævi. Þorpið var í
mótun á bernskuárum hans, svo hann
var í hópi fyrstu barna er þar ólust upp.
Vettvangur leikja þeirra og iðju var því
ævintýraheimur uppbyggingar og fram-
fara sem lagði grunn að bjartsýni og trú
ungu kynslóðarinnar á framtíð hinnar
vaxandi byggðar. Að loknu skyldunámi
í barnaskóla fór Kristján tvo vetur til
náms við Héraðsskólann á Núpi í
Dýrafirði. Þar efldust kynni hans við
móðurfólk sitt frá Fremstuhúsum, sem
varð honum afar kært og hann lagði
mikla rækt við alla ævi. Trygglyndi var
enda eitt af aðalsmerkjum Kristjáns, og
vinum sínum reyndist hann ætíð traust-
ur hollvinur. Hinu sama gegndi um við-
horf hans og skoðanir, sem hann mót-
aði sér á mönnum og málefnum. Þeim
varð ekki auðveldlega haggað og þær
gat hann sagt umbúðalaust ef því var
að skipta og greindi glöggt kjarnann frá
hismi hvers máls, hvort heldur voru
dægurmál staðar og stundar, eða þjóð-
málin. Jafnan var honum létt um að
umgangast fólk, einkum börn, sem
hann laðaði að sér og lét sér annt um,
ekki síst börn systkina sinna, sem áttu í
honum hvert bein.
Kristján hóf ungur bifreiðaakstur hjá
Kaupfélagi Rangæinga. Fyrstu árin ók
hann olíubíl í Rangárþingi og Vestur-
Skaftafellssýslu, allt austur að Lóma-
gnúpi, en var síðar í vöruflutningum til
og frá Reykjavík. Árið 1987 söðlaði
hann um og réðist til verktakafyrirtæk-
isins Suðurverks, og starfaði þar til
dauðadags.
-294-