Goðasteinn - 01.09.1998, Side 297
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Enda þótt vinnan tæki drýgstan
hluta tíma Kristjáns löngum, gaf hann
sig þó um hríð að félagsstörfum. Auk
þátttöku í Bílstjórafélagi Rangæinga
var hann meðlimur í Kiwanisklúbbnum
Dírnoni um tíma, og virkur félagi og
um skeið formaður í Björgunarsveit-
inni Dagrenningu.
Kristján kunni vel við sig undir stýri
og reyndist nákvæmur og öruggur bíl-
stjóri. Hann komst í kynni við fjölda
fólks á ferðum sínum, bæði á Suður-
landi og víðar, og kom sér vel hvar-
vetna. Ungur kynntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Erlu Guðbjörgu, dótt-
ur Jóns M. Sigurðssonar og Guðbjargar
Guðsteinsdóttur frá Nesjavöllum í
Grafningi. Þau hófu snemma sambúð
og réðust í fyllingu tímans í húsbygg-
ingu að Hvolsvegi 28 á Hvolsvelli, þar
sem þau áttu heima síðan. Þau gengu í
hjónaband hinn 30. desember 1970.
Einkason sinn, Magnús, misstu þau 26
ára gamlan í febrúar 1991, en hann
varð bráðkvaddur í Tromsö í Noregi,
þar sem hann var við háskólanám.
Fráfall hans var þeim Kristjáni og Erlu
mikið reiðarslag og þungbær reynsla að
lifa með. Fóru þau til Tromsö á náms-
slóðir Magnúsar sumarið eftir. Tókust
með þeim góð kynni við vini og skóla-
félaga Magnúsar ytra, sem reyndust
þeim frábærlega vel, og gáfu þeim
mikinn þrótt og styrk í sorg þeirra, og
bundust þeim traustum vinaböndum.
Alla tíð áttu þau Kristján og Erla góðan
bakhjarl á heimili Guðbjargar og Jóns,
foreldra Erlu, að Nesjavöllum, og
höfðu mikið saman við þau að sælda.
Guðbjörg lifir tengdason sinn, en Jón
er látinn.
Kristján greindist með krabbamein
um mitt ár 1996. Þá fór í hönd erfið
læknismeðferð sem um tíma gaf
nokkra batavon, en er líða tók á haustið
varð sýnt hvert stefndi. Kristján gerði
lítið með veikindi sín, kvartaði ekki, en
bar harm sinn í hljóði. Hann dvaldi
heima í veikindum sínum eins og að-
stæður leyfðu, og naut þar umhyggju
Erlu, sem stóð þétt við hlið hans í bar-
áttunni. Hann lést á Landspítalanum í
Reykjavík 27. janúar 1997, 54 ára að
aldri. Útför hans fór fram frá Stórólfs-
hvolskirkju 8. febrúar 1997.
Si: Sigurður Jónsson í Odda.
Magnús Ingvarsson frá Minna-Hofi,
Heiðvangi 13, Hellu
Magnús Ingvarsson leit ljós þessa
heims heima á Minna-Hofi hinn 4. maí
1908. Foreldrar hans bjuggu þar, hjón-
in Sigríður Steinsdóttir, húsfreyja og
Ijósmóðir, uppalin á Minna-Hofi, og
Ingvar Ólafsson, bóndi og bókbindari
frá Voðnuilastöðum í Landeyjum. Alls
-295-