Goðasteinn - 01.09.1998, Side 298
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
fæddust þeim 10 synir, þar af einn and-
vana, og tveir dóu í barnæsku; Olafur
og Guðmundur. Hinir 7 er upp komust
voru Steinn, Ingvar, Sigurður, Olafur
Karel, Guðmundur yngri, Magnús og
Sigurgeir Gunnar, sem lifði bræður
sína alla.
Magnús þáði í arf kosti beggja for-
eldra sinna, dugnað og myndarskap,
snyrtimennsku og ákveðni, og þessir
eiginleikar prýddu hann jafnan á langri
vegferð. Ur uppvextinum var honum
einkar kær minningin um Guðrúnu
Guðmundsdóttur, sem heimilisföst var
á bænum og reyndist drengjunum eins
og besta anima, ekki síst þá daga þegar
móðir þeirra var að heiman vegna Ijós-
móðurstarfanna. Guðrún lést er Magn-
ús var 15 ára 1923, þá komin á níræðis-
aldur.
Magnús sótti farskóla sveitarinnar
eins og önnur börn og ungmenni í þá
daga, og í fyllingu tímans hleypti hann
heimdraganum og hélt á vertíð til Vest-
mannaeyja. Þangað fór hann í þeirn
erindum alls 11 sinnum, og vann bæði
hjá Arsæli Sveinssyni og Þorsteini
Jónssyni í Laufási. Hugur Magnúsar
stóð þó löngum til bústarfanna, því
heima á Minna-Hofi vann hann öll
sumur og haust á þessum árum, og árið
um kring frá 1938. Hinn 14. maí það ár
kvæntist hann Ingibjörgu Sveinsdóttur,
Sæmundssonar frá Nikulásarhúsum í
Fljótshlíð og konu hans Ingiríðar
Jónsdóttur frá Litlabæ í Krýsuvík. Þau
hjón bjuggu síðar í Hafnarfirði, en
Ingibjörg var alin upp hjá fósturforeldr-
um sínum, hjónunum Guðrúnu Hall-
dórsdóttur og Gísla Gunnarssyni að
Dánir
Langagerði í Hvolhreppi. Hvíldi búið á
Minna-Hofi að mestu á herðum þeirra
Magnúsar og Ingibjargar næstu 4 árin,
en eftir lát Ingvars tóku þau endanlega
við því, og bjuggu þar óslitið í röska
fjóra áratugi, til 1985. Sigríður móðir
Magnúsar bjó hjá þeim til dauðadags
1956.
Sambúð þeirra Magnúsar og Ingi-
bjargar var farsæl og ástrik alla tíð. Þau
stóðu samhent að búskapnum, sem
smám saman óx og dafnaði í höndum
þeirra með fjölgandi búfé, stækkandi
túnum og auknum húsakosti. Sveit-
ungum sínum og grönnum reyndist
Magnús jafnan hjálpfús og greiðvikinn.
Hann gaf sig lítt að félagsstörfum en
sinnti forðagæslu lengi í sveit sinni og
var um árabil fjallkóngur á afrétti
Rangvellinga, þar sem hann naut sín
með miklum ágætum, jafnan glaður og
reil'ur og einlægt vel ríðandi. Magnús
var glæsimenni á velli, hávaxinn og
fyrirmannlegur, prúðbúinn jafnan á
mannamótum og gerði sér löngum far
um snyrtimennsku. Þannig var enda
sérhvert verk, utan húss sem innan á
búi og heimili þeirra hjónanna unnið af
smekkvísi og snyrtimennsku og með
gleði og þakklæti í garð skaparans sem
gefur frjóa jörð og blessar verk handa
þess sem játar hann og lofar með lífi
sínu og trú. Gagnkvæm virðing og kær-
leikur einkenndu samband þeirra svo
eftir var tekið, og gerði Magnús löng-
um mikið með kosti og álit Ingibjargar.
Börnin sem Guð gaf urðu 5 talsins:
Ingvar bóndi á Minna-Hofi er elstur,
kvæntur Svanlaugu Adolfsdóttur; næst-
elst er Sigríður, hennar maður er Hilm-
-296-