Goðasteinn - 01.09.1998, Síða 299
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
ar Eysteinsson og eru þau búsett í
Reykjavík. Þriðja í röðinni er Guðrún,
gift Má Adolfssyni á Hellu. Næstur
kom Oskar Ingi sem dó 5 ára gamall
árið 1956, og yngstur er Sigurður,
kvæntur Arndísi Önnu Sveinsdóttur og
búa þau á Hvolsvelli. Alls hafði Magn-
ús við ævilok eignast 25 afkomendur,
þar af voru þá 23 á lífi. Síðastan en
ekki sístan skal svo telja Þorgeir Sig-
urðsson frá Gilsá í Breiðdal, sem kom
frá Tjaldanesi í Mosfellssveit að
Minna-Hofi haustið 1978, og var heim-
ilisfastur hjá þeim hjónum upp frá því.
Voru þau honum sem bestu foreldrar,
sem hann hefur sannarlega endurgoldið
með tryggð sinni og hjálpsemi.
Magnús og Ingibjörg brugðu búi
1985, og seldu það í hendur Ingvari
syni sínum. Fluttust þau að Hellu og
settust að í Heiðvangi 13, og undu þar
vel ævikvöldinu í góðu nágrenni sveit-
unga og kærra vina, sem þau mátu
mikils. Skyndilegt fráfall Ingibjargar
1993 varð Magnúsi þungbær raun, sem
hann afbar aldrei með öllu, enda var
hún löngum hans hægri hönd og betri
helmingur í þess orðs bestu merkingu.
Með utanaðkomandi stuðningi og sér-
lega dyggri aðstoð Guðrúnar dóttur
sinnar héldu þeir Magnús og Þorgeir
heimili saman uns Magnús fluttist á
Dvalarheimilið Lund. Þar lést hann
eftir skamma vist hinn 29. júlí 1997, á
afmælisdegi Ingibjargar konu sinnar,
89 ára að aldri. Magnús var jarðsettur í
Odda 9. ágúst 1997^
Sr. Sigurður Jónsson í Oclda.
/
Oddur Arnason, Hrólfsstaðahelli,
Landi
Oddur Árnason var fæddur í Hrólfs-
staðahelli, 7. aprfl árið 1913, Rang-
æingur að ætt og uppruna, en foreldrar
hans voru hjónin Sigríður Oddsdóttir,
fædd á Raufarfelli undir Eyjafjöllum en
ólst upp á Krossi í Landeyjum og síðar
á Heiði á Rangárvöllum, og Árni
Hannesson frá Haukadal á Rangár-
völlum. Að Hrólfsstaðahelli kom föð-
uramma hans, Sigurbjörg Sigurðar-
dóttir, þá orðin ekkja, ásamt sonum
sínum tveimur, Árna og Jóni árið 1897,
og byggði þar allt upp frá grunni, því
öll hús höfðu hrunið í jarðskjálftunum
1896. Árið 1905 gengu þau í hjóna-
band Árni og Sigríður og börnin 6
fæðast eitt af öðru: Elst var Guðríður f.
1906, er lést árið 1984, Hannes f. 1907,
er hann lést 1990. Sigurbjörg f. 1909
en dó 6 mánaða, Sigurbjörg f. 1910, en
hún andaðist árið 1992, þá Oddur f.
1913 og yngstur er Sigurþór, fæddur
1918.
I vari foreldra og í glöðum systkina-
hópi sleit Oddur barnsskónum í Hrólfs-
-297-