Goðasteinn - 01.09.1998, Page 300
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
staðahelli, ólst upp við öll venjuleg
sveitastörf þess tíma, var fljótlega
liðtækur til verka líkt og systkinin öll
og menntun hlaut hann sömu og gafst á
þessum árum.
Systkinin þrjú, Sigurbjörg, Oddur
og Sigurþór, tóku æ meir við stjórn
búsins með aldri og þroska. Faðir
þeirra andaðist árið 1944 en þau
bjuggu með móður sinni sem var fyrir
búinu til æviloka 1966. Þá var Sigurþór
skrifaður fyrir því en sameiginlega
ráku þeir bræður býlið og Sigurbjörg
þá fyrir nokkru tekin við húsforráðum.
Oddur hóf snemma að vinna að
verkefnum hjá Landgræðslunni uppi á
Landi, eða árið 1945. Á þeim árum var,
eins og eldri menn muna, gróðureyðing
þar um slóðir mikil og land lá undir
skemmdum af uppblæstri. Var gert
stórátak í friðun lands með girðingum
og að því vann Oddur. Með tímanum
jukust störf hans hjá Landgræðslunni
sem hann sinnti vor og haust, en vann
að búinu með Sigurþóri á sumrin og
veturna. Vorið 1987 hættu þau systkini
búskap og fluttust þau Sigurbjörg og
Sigurþór að Hellu, en Oddur réðist sem
fastur starfsmaður að Gunnarsholti. Þar
átti hann heima til ársins 1995 að hann
fluttist að Dvalarheimilinu Lundi.
Þegar Odds er minnst verður ekki
frá því vikist að minnast á fjallferðir
Landmanna. 15 ára fór hann í sína
fyrstu leit. Þær voru hans besta
skemmtun, og á Landmannaafrétti
þekkti hann öll örnefni. Og ekki síður
ber að minnast Odds og þeirra systkina
í kringum réttirnar í Réttarnesi, en þá
var hátíð í Hrólfsstaðahelli. Þá ríkti
gleði á bæ og höfðingslundin naut sín
er fjallmenn og aðrir sveitungar komu
við og þáðu góðgerðir áður en hver hélt
til síns heima.
Allir sem kynntust Oddi gerðu sér
grein fyrir því að hann átti fáa sér líka.
Hin einlæga lipurð hans var engu lík,
alltaf reiðubúinn til að gera sérhverjum
góðan greiða, nágrönnum, samstarfs-
fólki og vinnuveitendum, - alltaf var
hann með bros og gamanyrði á vör eins
og hver fyrirhöfn, hvert ómak væri
sjálfsögð skylda. Hann átti einstaklega
gott með að umgangast alla aldurshópa
og var sérstaklega barngóður. Þau um-
gekkst hann sem jafningi og vinur og
myndaði tengsl sem entust ævilangt.
I anda skáldsins frá Hrólfsstaðahelli,
Guðmundar Guðmundssonar, vann
Oddur. Hann var hugsjónamaður sem
vildi græða upp landið, rækta og fegra.
Lífsstarf hans liggur heima í Hrólfs-
staðahelli, en ekki síst í þeim mikla
árangri sem Landgræðslan hefur náð
hér í sveit og á Rangárvöllunum í
baráttunni við sandinn, og það gladdi
Odd ósegjanlega að sjá að verk hans
skiluðu árangri í aukinni gróðurvernd
og sjáanlegri uppgræðslu í sveitinni
hans kæru.
Oddur lést 22. apríl 1997 og var
jarðsunginn í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir,
Fellsmúla.
-298-