Goðasteinn - 01.09.1998, Side 306
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
ekki allra, en var engu að síður vinfast-
ur maður og naut samvista við góða
kunningja og vini.
Sigurður hélt heimili með systkinum
sínum á Bjargi eftir lát foreldra sinna.
Hann hætti bifreiðaakstri í kjölfar
hnignandi heilsu og í ársbyrjun 1989
fluttist hann á Dvalarheimilið Lund á
Hellu. Ellin einangraði hann og fjötraði
smám saman í harðnandi veikindum,
uns kallið kom, hinn 5. ágúst 1997.
Sigurður varð 90 ára. Hann var jarð-
settur í Odda 15. ágúst 1997.
Sr. Sigurður Jónsson í Oclda.
Sigurður Jónsson, Eystra-Seljalandi
Sigurður fæddist 15. okt. 1934,
hjónunum Jóni Einarssyni frá Nýjabæ
og Auðbjörgu Jóníu Sigurðardóttur frá
Núpi, en þau bjuggu að Núpi og var
Sigurður þriðji elstur barna þeirra 12
sem upp komust og er hann fyrstur
þeiiTa að kveðja.
Heimili Jóns og Auðbjargar var ríkt
af innri heimilishamingju, þar sem
samhugur og samheldni fjölskyldunnar
var mesta ríkidæmið, en lífsbaráttan
var erfið, en þó aldrei öðruvísi en til að
takast á við og sigra með gleði og
ákveðni. Sigurður lærði því snemma að
ganga að öllum verkum á heimilinu,
var laghentur, samviskusamur og ná-
kvæmur. Hann fór 14 ára í bygging-
arvinnu í sveitinni, þegar barnaskóli
sveitarinnar var byggður, síðar í vega-
vinnu og á vertíðir til Vestmannaeyja
og lagði til heimilisins af kaupi sínu,
allt sitt, uns hann stofnaði sitt eigið
heimili.
1. maí 1957 hóf hann búskap með
eftirlifandi konu sinni Mörtu Kristjáns-
dóttur frá Seljalandi í félagsbúi með
bróður hennar Ólafi, en næsta ár stofn-
uðu þau nýbýlið Eystra-Seljaland, sem
1/3 hluta Seljalands, þá án nokkurra
húsa eða ræktaðs lands. Við tóku ævin-
týraár mikillar gleði ungu hjónanna,
bygging íbúðarhússins frá 1957 til
1959, endurbygging gamla fjóssins,
ræktun lands, stækkunar bústofns og
því sem mest var um vert, að þau tvö
voru alltaf saman, í störfum og ákvarð-
anatöku og uppeldi barnanna.
Marta og Sigurður giftu sig 24. maí
1958. Börn þeirra eru: Auður Jóna f.
1958, hennar maður er Óli Kristinn
Ottósson og búa þau á Eystra-Selja-
landi. Björgvin Valur f. 1961, hans
kona er Jóhanna Gyða Stefánsdóttir og
búa þau í Hafnarfirði. Marta átti fyrir
Örn Þór Einarsson f. 1950, hans kona
er Barbára Jónsdóttir og búa þau á
Hvolsvelli. Ríkidæmi Sigurðar, sem öll
hans hugsun og vilji snerist um, var
fjölskylda hans, konan, börnin og
barnabörnin og systkini hans, sem hann
-304-