Goðasteinn - 01.09.1998, Page 308
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Þann 12. maí 1945 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði
Sveinsdóttir frá Langholti. Það sama
ár flytjast þau búferlum að Galtalæk á
Landi, og þar er lífsstarfinu skilað. Þau
eignuðust 8 börn, en þau eru: Páll f.
1944, Jón f. 1946, Sveinn f. 1947, Mar-
grét f. 1949, Guðrún f. 1950, Sigurjón
f. 1951, Gréta f. 1953 og Valgerður f.
1955. Heimilið var annálað fyrir gest-
risni og höfðu þau hjón yndi af að taka
vel á móti fólki. Það kom ekki síst í
ljós í Heklugosinu 1947. Þvílíkur fjöldi
gesta og gangandi sem þá kom að
Galtalæk var ótölulegur, en öllum veitt-
ur beini, og öllum reynt að liðsinna svo
sem kostur var á.
Þegar Sigurjón og Sigríður koma að
Galtalæk, efsta bæ Landsveitar og
hefja þar búskap, er húsakostur fábrot-
inn, jörðin landkostagóð en ekki mikil
ræktun hafin. Strax er hafist handa við
ræktun túna og uppbyggingu húsa,
bæði íbúðarhúss, fjóss og fjárhúss.
Árin sem fóru í hönd voru miklir
vinnutímar, en um leið og börnin uxu
úr grasi fóru þau að taka til hendinni og
aðstoða við búskapinn.
Sigurjón tók þátt f þeirri byltingu
sem gekk yfir íslenskt þjóðfélag á þess-
um árum, m.a. í samgöngumálum er
einangrun landsins var rofin með lagn-
ingu vega milli landshluta og inn til
sveita. Hlóð hann sjálfur upp veginn
milli Leirubakka og Galtalækjar um
1958 svo að bílfært yrði og ekki þurfti
lengur að reiða alla mjólkina niður að
Skarði og Múla, á klakk á hestum, eins
og hafði þurft að gera fram að þeim
tíma. Hann var völundarsmiður og allt
lék í höndum hans, hvort sem það var
heimasmíðuð rafstöð sem bar ljós og
orku í bæ og útihús, rokkur eða vasa-
hnífur. Allt var hægt að smíða, allt var
hægt að gera við og lagfæra. Lækn-
ingahendur hafði hann einnig, og svo
laginn var hann við skepnur að dýra-
læknirinn treysti honum til að gera að-
gerðir, s.s. skera í spena og sauma sár.
Ekki fóru nágrannarnir varhluta af hag-
leik hans og hjálpfýsi. Osjaldan var
Sigurjón beðinn um aðstoð, og ævin-
lega var hann reiðubúinn að liðsinna.
Sigurjón var heilsteyptur, lifandi og
sterkur persónuleiki. Hann var greind-
ur, víðlesinn og framsýnn. Hann var
ljóðaunnandi og vel hagmæltur. Hann
hafði mjög ákveðnar skoðanir. Ræðu-
maður var hann góður, og í þjóðmála-
umræðu gneistaði af honum í gamni og
alvöru, - þó ævinlega drengilegur og
góður málafylgjumaður og rökvís í allri
framsetningu. Hann unni sveit sinni og
vann henni og nágrönnum sínum og
sveitungum öllum allt það gagn sem
hann mátti. Gegndi hann ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir heimabyggð sína, á
sínum yngri árum vann hann ötullega
að uppbyggingu slysavarnarfélagsins í
Skaftafellssýslu, og eftir að hann flutt-
ist að Galtalæk, sat hann lengi í skóla-
nefnd, bæði meðan barnafræðslu var
haldið uppi í Landsveit sem og á
Laugalandi og var lengi prófdómari.
Hann var og lengi formaður ræktunar-
sambands Ása-, Holta- og Landsveitar.
Hann naut vinsældar og virðingar
sveitunga sinna. Að slíkum manni er
-306-