Goðasteinn - 01.09.1998, Page 309
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
sjónarsviptir og hans saknað að verð-
leikum.
Sigurjón andaðist að morgni páska-
dags, 30. mars 1997 og var jarðsunginn
í Skarðskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir,
Fellsmúla.
Soffía Túbals var fædd í Múlakoti í
Fljótshlíð 22. janúar 1902 og lést á
hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 20.
júní 1997.
Foreldrar hennar voru hjónin Guð-
björg Aðalheiður Þorleifsdóttir og
Túbal Karl Magnús Magnússon sem
bjuggu í vesturbænum í Múlakoti í nær
40 ár, frá 1897-1936, og „gerðu garð-
inn frægan“ svo að þjóðkunnugt varð.
Soffía var næst yngst fjögurra barna
þeirra hjóna, en þau eru auk Soffíu,
Guðbjörg Lilja og Olafur sem bæði eru
látin og Ágústa Ragnheiður sem er
yngst þeirra systkina. Auk þess átti
Soffía tvær uppeldissystur, sem foreldr-
ar hennar ólu upp sem sín eigin börn,
þær Vigdísi Eyjólfsdóttur, sem er látin,
og Soffíu Gísladóttur fyrrum húsfreyju
í Deild.
Soffía Túbals ólst upp í Múlakoti
hjá foreldrum sínum en þau ráku á
þeim árum gistiheimili og greiðasölu í
Múlakoti. Var þar mjög fjölsótt af
ferðafólki á sumrin og mikil umsvif og
annir í sambandi við þá þjónustu og
fyrirgreiðslu sem þarna var svo rnynd-
arlega að staðið að landskunnugt var.
Hugur Soffíu mun þó þegar frá
æskuárum hafa hneigst til útiverka og
gegninga, bústörfin og umgengni við
dýrin áttu vel við hana. Átti það ekki
síst við um hestana, sem hún var einkar
lagin við og hafði yndi af. Það kom
henni vel að notum þegar hún um tví-
tugsaldur gerðist leiðsögumaður ferða-
fólks á hestum inn í Þórsmörk og
Landnrannalaugar og víðar. Þótti hún
einkar skjótráð og úrræðagóð í hverju
sem að höndunr bar, einnig í því að
velja vöð yfir vötnin ströng, sem víða
urðu á vegi í þeim ferðum.
Hún var og á þessunr árum einn vet-
ur við störf í Reykjavík og síðan nokkr-
ar vertíðir í Vestnrannaeyjunr, þar sem
hún var matráðskona í verbúðunr á
Geirseyrinni. Síðan lá leið hennar aftur
til Reykjavíkur þar sem hún vann m.a.
við framleiðslu umbúða, gerði m.a.
öskjur undir skartgripi o.fl. Fór hún
síðan til Englands til þess að fullnuma
sig í þessari iðn og eftir heimkonruna
setti hún á stofn eigið fyrirtæki í þess-
ari grein. Hafði hún þrjár konur í vinnu
á verkstæði sínu og seldi framleiðsluna
til gullsnriða og fleiri viðskiptavina.
Hún fékkst einnig við að framleiða
-307-