Goðasteinn - 01.09.1998, Page 310
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
vandaðar gjafavörur, svo sem bréfa-
hnífa o.fl. og var oft til hennar leitað
þegar gleðja skyldi fólk eða heiðra af
ýmsu tilefni. Sýnir þetta að listhneigð
og lagni var henni gefin eins og fleirum
úr fjölskyldunni í Miílakoti.
Lengst af átti Soffía heimili sitt og
vinnustað á Njálsgötu 39b í Reykjavík.
Hiin sleit þó aldrei tengslin við Fljóts-
hlíðina, heldur hélt jafnan nánu sam-
bandi við æskuheimili sitt og fjöl-
skyldu í Miilakoti. Þar hóf hún um
1940 að rækta skógarreit í hlíðinni
vestur og upp af bænum og byggði sér
þar einnig sumarbústað árið 1946. Þrátt
fyrir áföll og erfiðleika, svo sem af
völdum hins mikla öskufalls í Heklu-
gosinu árið 1947, tókst henni að græða
þarna hinn fegursta skógarlund sem
setur nú svip sinn á umhverfið þar í
Múlakoti.
Soffía var einnig ötul garðyrkjukona
og átti um langt árabil drýgstan þátt í
því, með systrum sínum, að halda við
og hirða um hinn nafnfræga garð sem
móðir hennar, Guðbjörg í Múlakoti
hafði ræktað upp. Hún var einnig
áhugasamur félagi í Garðyrkjufélagi
Islands og alla tíð lét hún sér mjög annt
um velferð fugla og ferfætlinga, hverju
nafni sem nefndust. Hún var einlægur
dýravinur og verndari og mikill nátt-
úruunnandi. Hún ferðaðist rnikið um
landið, bæði um byggðir og þó enn
meira um auðnir og öræfi.
Hún eignaðist snemma bifreið og
mun hafa verið með fyrstu konum hér-
endis til að aka bifreið um fjöll og
'irnindi. I þeim ferðum var hún kunn
ið því að bjarga sér í hinum erfiðustu
aðstæðum, ekki síður en í hestaferðun-
um á yngri árum svo sem fyrr var
getið.
Soffía var um margt sérstæð kona,
ákveðin og sjálfstæð og fór sínar eigin
leiðir, sem oftast voru með öðrum hætti
lagðar en algengast var. Má segja að
hún hafi að nokkru verið á undan sinni
samtíð og átt þátt í að ryðja nýjar
brautir fyrir kynsystur sínar sem á eftir
komu. Þótt Soffía væri lengst af fremur
heilsutæp, átti hún þann viljastyrk og
áræði sem vel dugði henni í hverjum
vanda sem að höndum bar um langa
ævi. Henni auðnaðist vissulega að
sigrast á margri þraut upp á sitt ein-
dæmi svo eftir var tekið. En hún átti
líka vfsan stuðning fjölskyldu og vina
og vissi það sem öllum dugir best, að
„mest er miskunn Guðs“.
Allmörg síðustu árin, þegar aldur
færðist yfir og heilsu hennar tók enn að
hnigna, naut Soffía aðstoðar og um-
hyggju sinna nánustu, og alveg sérstak-
lega systurdóttur sinnar, Guðbjargar
Hjörleifsdóttur og Harðar manns henn-
ar, sem veittu henni alúð og umönnun
til hinstu stundar. Þrjú síðustu æviárin
átti Soffía á hjúkrunarheimilinu Eir í
Reykjavík þar sem hún kvaddi þennan
heim þegar vornóttin er ljósust og lang-
ur dagur umbreytist í ennþá bjartari
nýjan dag.
Útför hennar var gerð frá Hlíðar-
endakirkju 28. júní 1997 og var hún
jarðsett í heimagrafreit fjölskyldu sinn-
ar í Múlakoti.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson,
Breiðabólsstað.
-308-