Goðasteinn - 01.09.1998, Page 312
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Árið 1928 fluttist Tómas til Reykja-
víkur og hóf þar störf sem verkamaður.
Var hann lengst af á kreppuárunum upp
úr 1930 hjá Jens Eyjólfssyni bygginga-
meistara, en síðan um áratuga skeið
starfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Var
hann þar einatt kvaddur til þeirra verka
er vanda skyldi og útsjónarsemi og
snyrtimennsku þurfti til. Sjálfur fann
hann ánægju og lífsfyllingu í vel unnu
verki, en kærði sig ekki um metorð eða
að vera yfir aðra settur. Eflaust hefur
hann þó mörgum yngri samverka-
mönnum sínum kennt og leiðbeint um
marga hluti af hógværð sinni og heil-
lyndi.
Tómas kvæntist 24. maí 1930
Sigríði Lilju Jónsdóttur og bjuggu þau
allmörg fyrstu búskaparár sín á ýmsum
stöðum í Reykjavík en áttu síðan heim-
ili sitt í Skipholti 26 í 30 ár, 1954-1984.
Konu sína missti Tómas árið 1984 en
bjó áfram í Skipholtinu til 1993.
Þau Tómas og Sigríður eignuðust
þrjá syni og eru þeir, í aldursröð: Guð-
jón, starfsmannastjóri hjá Landsvirkj-
un, Sigurþór og Tómas sem báðir eru
byggingaverkfræðingar. Allir eru þeir
fjölskyldumenn og eru barnabörn og
langafabörn Tómasar nú orðin 15
talsins.
Tómas Sigurþórsson ávann sér hvar-
vetna traust þeirra er kynntust mann-
kostum hans og lífsviðhorfi. Snemrna á
starfsferli sínum í Reykjavík lét hann
sig varða starfskjör og aðbúnað verka-
manna og tók þátt í kjarabaráttu félaga
sinna í Verkamannafélaginu Dagsbrún.
Var hann þá og kvaddur til ráða um
stefnu og störf félagsins og átti hann
lengi sæti í stjórn Dagsbrúnar og var
oft í samninganefnd ielagsins við gerð
kjarasamninga. Hann var einnig yfir-
trúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Reykja-
víkurborg. I þessum störfum öllum
nýttist honum vel hversu hann var
rökvís í hugsun og talnaglöggur svo
sem ættmenn hans margir, og kannski
ekki síður yfirvegun hans og sanngirni
í mannlegum samskiptum.
Á áttatíu ára afmæli Dagsbrúnar
1986 var Tómas gerður að heiðursfé-
laga í Dagsbrún, en það ár varð hann
sjálfur áttræður og því jafnaldri félags-
ins sem hann vann svo vel og lengi.
Tómas var einn af stofnendum
Oháða safnaðarins í Reykjavík og lét
sér jafnan mjög annt um kirkju sína og
það sem þar fór fram. Eftir að starfs-
ferli hans lauk aldurs vegna, varði hann
tíma sínum og kröftum m.a. til þess að
lagfæra lóð kirkjunnar, fegra hana og
snyrta með sínum vinnulúnu höndum
og sínum starfsfúsa anda. Þannig hélt
hann áfram „að vinna Guðs veröld til
þarfa“ sjálfum sér til ánægju og Guði
til dýrðar.
Þótt Tómas byggi lengst af ævi
sinnar í Reykjavík, voru æskustöðv-
arnar honum jafnan ofarlega í huga og
ótaldar þær ferðir sem hann átti hingað
austur á vit föðurtúna og frændgarðs.
Haustið 1993 flutti hann austur á Dval-
arheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli þar
sem hann átti heima rúm þrjú síðustu
æviárin, í félagsskap gamalla sveitunga
-310-