Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 20
19
Veröld sem var - Glefsur úr sögu símans á Fljótsdalshéraði
þar sem lítið var um kennileiti, í vályndum
veðrum. Jók það öryggi ferðalanga og bjargaði
á stundum mannslífum. Þá minnist ég þess að
hafa leikið mér sem barn að því að hlaupa á
milli símastauranna í túninu heima. Hlustaði
þá á söng þeirra sem var breytilegur eftir
veðri og vindum. Kannski varð þessi leikur til
fyrir áhrif frá ljóði Tómasar Guðmundssonar
sem kvað í vorblíðunni um símastaurana sem
sungu og urðu grænir aftur. Ekki hefur það
orðið að áhrínisorðum og líklega sakna fáir
þessara veðruðu risa úr umhverfinu. Þó er
það svo að þessi myndarlegu tré sem hófu
vaxtarskeið sitt fyrir árhundruðum í erlendum
skógum standa enn fyrir sínu og nýtast, t.d.
sem undirstöður fyrir sólpalla og sumarhús.
Línurnar eru löngu komnar í jörð og því fátt
í umhverfinu sem minnir á ævintýrið mikla
sem hófst með lagningu símans vorið 1906.
Lokaorð
Á 100 ára afmæli símans árið 2006 bauðst mér
að gera tvo útvarpsþætti um komu símans.
Síðan hef ég átt í fórum mínum ýmsan fróðleik
frá þeim tíma. Ekkert var þó í þeim gögnum
um símstöðvar á Héraði og þeirra lítið getið
í þeim bókum sem gefnar hafa verið út um
sögu símans. Eftir svolítið grúsk komst ég þó
að því að upplýsingar um staðsetningar sím-
stöðva á Héraði er að finna í sveitarlýsingum
í ritröðinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi og er
það ekki í fyrsta sinn sem „Búkolla“ bjargar
málunum. Með þær upplýsingar í höndunum
hófst ég handa við gerð þessa pistils og komst
fljótt að því að margt frá fyrstu árum símans
var horfið eða að hverfa í glatkistuna. Mér er
ljóst að skrif þessi eru um margt ófullkomin,
sérstaklega hvað varðar þann fjölda fólks sem
kom að símavörslu og er ekki getið hér. Er það
að hluta til vegna þess að heimildir skorti eða
það að ég hafði í upphafi ætlað mér að láta
fylgja tal yfir alla þá sem að símaafgreiðslu
komu. Það reyndist vera meiri vinna en ég
ætlaði og bíður betri tíma.
Heimildir
Austri 32. tbl., 1906.
Ármann Halldórsson (ritstj.), 1974. Sveitir og
jarðir í Múlaþingi I. bindi, B.S.A.
Ármann Halldórsson (ritstj.), 1975. Sveitir og
jarðir í Múlaþingi II. bindi. B.S.A.
Ásthildur G. Steinsen, 1996. Stelpurnar á stöðinni,
íslenskar talsímakonur 1906–1991 1. bindi.
Alfa Gamma, Rvík.
Ásthildur G. Steinsen, 1996. Stelpurnar á stöðinni,
íslenskar talsímakonur 1906–1991 2. bindi.
Alfa Gamma, Rvík.
Björn Vigfússon (ritstj.), 1997. Egilsstaðabók; Frá
býli til bæjar. Egilsstaðabær.
Gils Guðmundsson (ritstj.), 1950. Öldin okkar
1901–1930. Rvík.
Heimir Þorleifsson, 1986. Söguþræðir símans:
þróunarsaga íslenskra símamála, gefin út í
tilefni af 80 ára afmæli landssíma á Íslandi.
Póst- og símamálastofnun, Rvík.
Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir,
2006. Saga Símans í 100 ár, Síminn, Rvík.
Munnlegar heimildir
Ásta Jónsdóttir, Erla Jónasdóttir, Guðmundur Þor-
leifsson, Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir, Hjördís
Sveinsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Margrét
Pétursdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir.