Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 22
21
S
„Já, já Guttormur minn“
Þórarinn Þórarinsson
Sitt hvort árið 1894 og 1895 gerðust
þeir sveitungar í Fljótsdal, Guttormur
Vigfússon, sem hóf búskap í Geita-
gerði 1894, áður bóndi á Strönd í Vallahreppi,
en þar áður skólastjóri Búnaðarskólans á
Eiðum, raunar sá fyrsti. Ári síðar, 1895, sest
nýr prestur að á Valþjófsstað, séra Þórarinn
Þórarinsson. Hann var áður prestur í Mýr-
dalsþingum og sat á Felli í Mýrdal.
Báðir voru þeir af Vefaraætt, án þess þó
að þar væri um nokkra kunnugleika að ræða.
Góðkunningjar urðu þeir, en góðvinir aldrei,
til þess voru þeir of ólíkir. Guttormur marg-
máll og þrasgjarn og skipti lítt skapi þótt
hann deildi, en Þórarinn aftur á móti ör í
skapi og gætti fljótt geðbrigða í deilumálum,
stuttorður og stundum meinyrtur um of að
sumum fannst.
Frá því að ég minnist fyrst orðaskipta
þeirra föður míns og Guttorms rekur mig
ekki minni til að þeir hafi nokkru sinni verið
sammála, utan einu sinni, og frá því verður
nánar sagt hér á eftir. Deiluefnin voru mörg;
eftirminnilegust eru þó pólitíkin og versl-
unarmálin. Guttormur var afar pólitískur,
enda þingmaður Sunnmýlinga um skeið
(1892–1908). Í upphafi fylgdi hann lands-
höfðingjaliðinu svo nefnda, kennt við Magnús
Stephensen landshöfðingja, síðar stuðnings-
liði Hannesar Hafstein. Um fylgd Guttorms
við landshöfðingjaliðið var ort:
Gutti hjá liði lafði
landshöfðingjanum.
Umboð hann og umbrot hafði
ill í maganum.
Hann var umboðsmaður Múlasýsluumboðs
1905–1909. Séra Þórarinn var gamall Val-
týingur og fylgdi fast bekkjarbróður sínum
og vini, Jóhannesi Jóhannessyni sýslumanni
á Seyðisfirði, systursyni Valtýs Guðmunds-
sonar. Um hann var ort: [vísuna vantar í
handritið].
Þessi aldamótaspenna entist þeim Gutt-
ormi og Þórarni sem ágreiningsefni, og
þegar við þetta gamla deiluefni bættist svo
innganga prests í Framsóknarflokkinn, er
hann var stofnaður 1916 tók steininn úr, því
Guttormur var andstæðingur samvinnuhreyf-
ingar og félagsverslunar.1 Hann var ákveðinn
einstaklingshyggjumaður sem frændur hans
1 Guttormur var einn af stofnendum Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs
1885 og sat lengi í stjórn þess.