Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 23
22
Múlaþing
fleiri. Séra Þórarinn var að upplagi félags-
hyggjumaður, talinn „rauður“ í skóla um
1886. Hann var því fylgjandi félagsverslun,
gekk þegar í stað í Pöntunarfélagið er hann
settist að á Valþjófsstað og gerðist einn af
stofnendum Kaupfélags Héraðsbúa 1909, eftir
að Pöntunarfélagið hafði farið á höfuðið, og
greitt sinn hluta skuldar þess, sem félagsmenn
voru ábyrgir fyrir.
Þetta nýja félag varð þeim Guttormi og
séra Þórarni sífellt deiluefni, sem oft snerist
upp í rifrildi. Guttormur var barnaprófdóm-
ari um árabil og dvaldist þá á Valþjófsstað
tvo til þrjá daga ár hvert, því þar var prófið
haldið. Þeir áttu um skeið báðir börn í prófum,
prestur þó öllu lengur, og var vel fylgst með
að á hvorugan barnahópinn yrði gengið.
Minnist ég eins þessara prófa – þá sjálfur
kominn í menntaskóla – þar sem þeir deildu
hart um skrift barnanna, og yfirleitt hvaða
stafaformi ætti að halda að börnunum. Notuð
var forskriftarbók Mortens Hansen, 3. bindi.
Prestur vildi að skrifuð yrði forskrift fyrir
börnin, sjálfur afbragðs skrifari, en Guttormur
að notaðar yrðu forskriftarbækur, skrifaðar
koparstunguskrift, [sem var] áferðarfalleg
en laus við möguleika fyrir persónuleg sér-
kenni. Um þetta var deilt og margt fleira, því
útilokað virtist að þeir gætu orðið sammála
um nokkurn skapaðan hlut. Þá lét ekki lægra
í þeim þegar komið var að pólitíkinni: Gutt-
ormur gallharður íhalds- og síðar sjálfstæðis-
maður; faðir minn ákveðinn framsóknarmaður
og fylgismaður Tryggva Þórhallssonar. Þótt
þá greindi svona á, Guttorm og Þórarin, voru
konur þeirra, Sigríður Sigmundsdóttir í Geita-
gerði og Ragnheiður prestskona á Valþjófs-
stað, ágætis vinir. Börnunum kom ákaflega
vel saman. Börnin í Geitagerði voru sex og á
líkum aldri og sex elstu börn foreldra minna,
og raddir uppi um tengdir, þó eigi yrði af.
Þá er það sumarið 1928 að ég dvaldi heima
á Valþjófsstað að afloknu kandidatsprófi í
guðfræði, við undirbúning undir framhalds-
nám næsta vetur, að faðir minn kemur þar að
máli við mig að ég komi einhvern sunnudag
með sér út að Ási í Fellum, annexíunni, og
prédiki þar í kirkjunni. Ég slæ til og seint í
ágúst verður af förinni. Segir ekki af fundum
fyrr en í bakaleiðinni. Þegar við nálgumst
Geitagerði segist prestur þurfa að líta þar
við, „því Guttormur minn, blessaður kall-
inn, er víst alveg á förum.“ En heyrst hafði
að hann hefði legið allt sumarið í sívaxandi
krabbameini.
Þegar við komum heim á hlað og prestur
segir frá erindi sínu, er okkur óðara boðið
inn, og upp í baðstofu þar sem Guttormur lá.
Gengið var upp gamlan og slitinn tréstiga.
Þvert á þann stiga út með baðstofugaflinum
var rúm Guttorms. Skuggsýnt var í baðstof-
unni og birtuskilin óglögg. Þegar litið var í
rúm Guttorms virtist liggja þar lík, náfölt, svo
fölt að andlitið var vart greinanlegt frá kodd-
anum. Hendur lágu nábleikar niður með síðum
ofan á sænginni. Starandi, hálfslokknuð augu
störðu útí fjarskann og augnlok bærðust ekki.
Séra Þórarinn Þórarinsson á Valþjófsstað. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.