Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 25
Íí 15. tbl. Lögbergs 1923 las ég sögukorn, er yfir var ritað ,,Ófreskjan á Jökuldal.“ Þótti mér hún mjög ólík því, sem ég hafði heyrt. Síðar las ég leiðrétting við þá sögu í 29. tbl. Lög- bergs, s. á., eftir Sigmund Mattíasson Long og er hún miklu líkari því, sem ég hefi heyrt. Það er nú alkunnugt, að slíkar sagnir vilja breytast í meðferð, þegar langir tímar líða og þær ganga munnlega mann frá manni, enda þótt sjálfur atburðurinn, er frá segir, sé sögulega sannur. En best væri þó að geta náð hverri sögu eins og hún gerðist, eða þá svo nærri því, sem kostur er á. Af því að ég þykist hafa betri heimildir að sögu þessari, en nú mun vera kostur á, langar mig til að segja hana eins og ég hefi heyrt hana. Hygg ég hana ganga næst hinu sanna. En fyrst ætla ég að skýra frá heimildum mínum. Jónatan faðir minn bjó á Hámundarstöðum hér í Vopnafirði og var sonur Þorgríms bónda á Hámundarstöðum, Péturssonar, bónda á Skjöldólfsstöðum og síðar í Bót, Péturssonar bónda á Skjöldólfsstöðum, Jónssonar stúdents á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal, Sölvasonar. Fráfall Gunnlaugs Árnasonar á Brú, er ófreskjan átti að hafa drepið, varð 1749. Þá bjó Pétur Jónsson Gunnlaugssonar, elsti Pétur, sá, er nú var nefndur, á Skjöldólfsstöðum og var hreppstjóri á Jökuldal og er ekki ólíklegt að hann hafi einhver afskifti haft af heimilinu á Brú, þegar Gunnlaugur féll frá. Pétur hefir þá verið um 62 ára (fæddur um 1687) og dó hann skömmu síðar, 1753 eða 1754. Mun hann hafa heyrt söguna um fráfall Gunnlaugs eins og menn vissu hana þá réttasta. Pétur sonur hans var þá fulltíða maður hjá föður sínum, og Ingibjörg Sigurðardóttir Sveinssonar, er varð kona hans, hefir þá verið um 16 - 17 ára og verið líklega á Haugsstöðum í Dal. Þeim hlaut því að verða sagan um Gunnlaug kunn, eins og hún var fyrst sögð. Þau bjuggu á Skjöldólfsstöðum um 1760 en fluttu að Bót í Tungu 1765. Þar dó Pétur um 1772. En Ingibjörg giftist aftur Jóni Sveinssyni frá Torfastöðum í Hlíð og fluttu þau að Hákonar- stöðum á Jökuldal 1774, þegar Þorsteinn Jónsson flutti þaðan að Melum, sá er Melaætt er frá. Þar bjuggu þau til 1803. Börn Ingibjargar og fyrra manns hennar hafa eflaust flutt með henni að Hákonarstöðum og alist þar upp. Ingibjörg var merkiskona og hefir hún munað vel söguna um Gunnlaug og börn hennar numið af henni; enda hefir hún þá verið í glöggu minni þar á Efra-Dal. Hákonarstaðir voru aðeins 2 bæjarleiðir út frá Brú. Eru Eiríksstaðir á milli. Pétur, sonur Ingibjargar, bjó fyrst allmörg ár í Vopnafirði. En 1803 flutti stjúpi hans frá Hákonarstððum að Syðri-Vík í Vopnafirði. Flutti þá Pétur í Hákonarstaði og bjó þar síðan til dauðadags 1821. Þorgrímur sonur hans var tveggja ára, þegar faðir hans flutti að Hákonarstöðum og ólst þar upp með honum. Síðar fluttist hann í Vopnafjörð 1828 og bjó á Skjaldþingsstöðum í 2 Enn um ófreskjurnar á Jökuldal Árni Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.