Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 31
30
Múlaþing
var Jórunn dóttir Sighvats Árnasonar
alþingismanns í Eyvindarholti. Það var í
minnum haft að Páll kom að Eyvindarholti.
Sighvatur gekk til móts við hann, bar með
sér brennivínsflösku og bikar og sagði: „Má
ekki skenkja á fyrir skáldið?“ „Þó fyrr hefði
verið,“ svaraði Páll.
Móðir mín kunni að segja frá vísnaskiptum
Gísla Wíum og Páls og kunni nokkuð af
kveðskapnum. Hana eina vissi ég kunna
bögu Margrétar Eyjólfsdóttur í Árnagerði í
Fáskrúðsfirði. Páll var þá til heimilis að Dölum
í Fáskrúðsfirði, kom á heimili Margrétar og
heimilismaður sagði: „Hann Sankti Páll í
Dölum er kominn.“ Þá varð Margréti að orði:
Allt er það nú annað mál,
um hann Sankti og Dala Pál,
sem ganga eftir guðsboðum
eða gera þau að íleppum.
Í vísnakveri Þorsteins eru nokkur vel kunn
ljóð Páls Ólafssonar, önnur áður óþekkt. Hér
er viðbótarefni við grófan kveðskap um sr.
Björn Þorláksson á Dvergasteini. Tilgreina má
frá kverinu hvernig vísur aflagast í meðförum.
Gísli Helgason í Skóargerði skráir vísu
um síldarnót á Seyðisfirði, birt í bók hans
Austfirðingaþættir, 2000, bls. 287:
Sterki Björn hann festi fót
og féll á sjálfs sín bragði,
í satans miklri síldarnót,
sem að Wathne lagði.
Hjá Þorsteini er vísan á þessa leið:
Björn hinn sterki festi fót,
féll á sjálfs sín bragði,
á Seyðisfirði í síldarnót,
sem hann Wathne lagði.
Gunnar Gunnarsson skáld gerir því skóna í
formálanum að ljóðasafni Páls 1944 að Páll
hafi ort ónotavísu um útgáfu Jóns Ólafssonar
á ljóðum hans 1899–1900 og tilfærir hana:
Þá varð gremja og þjóðarkur,
þjóðskáld varð að flóni,
þegar Páll var prentaður
á pappírinn frá Jóni.
Þorsteinn skrifar hliðstæða vísu og segir:
„Um Pál og Jón Ólafsson. Höfundur óviss.“
Bróðurgreiða verri vann
varla nokkur dóni,
en taka Pál og prenta hann
á pappírinn frá Jóni.
Óhætt mun að afskrifa Pál sem höfund.
Handrit Þorsteins veitir leiðsögn um sumar
þjóðkunnar vísur Páls. „Um vísuna Skuldirnar
mig þungar þjá“, segir: „Úr laungu kvæði
Páll Ólafsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Aust-
urlands.