Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 34
33
Vísnakver dregið í dagsljós
Úr bréfi til Á.H.:
Margt er Seyðisfirði frá
fréttalegt um þessar mundir,
þar fljúgast nú allir á,
engum tekst að skilja þá,
stundum tvo og stundum þrjá,
sterki Björn þá leggur undir.
Margt er Seyðisfirði frá
fréttalegt um þessar mundir.
Sýslumaður sækir á,
sagt er Skafti þykist góður,
höggin segir hvergi smá,
hrökklast Einar til og frá.
Kominn sjötugs aldur á
er nú Skafti gerist móður.
Sýslumaður sækir á,
sagt er Skafti þykist góður.
Þúsund krónur þjóðin má
þetta borga, ef hún getur,
norðan genginn öndrum á,
eitthvað þarf hann Benni að fá
fyrir allt sitt ferðastjá
og frammistöðu sína í vetur.
Þúsund krónur þjóðin má
þetta borga, ef hún getur.
Ekki fer hann Bjarni best,
blöðin rífa hann í sundur.
Halldór leikur hann hvað verst,
hann sem forðum rak til prest.
Svo er Jökull svínabest
sagður orðinn rithöfundur.
Ekki fer hann Bjarni best,
blöðin rífa hann í sundur
Fleira á Seyðisfirði sker
en fréttir þessar læt ég nægja.
Síðar skal ég segja þér,
sögulegt hvað þar við ber,
það er að segja ef það er
eitthvað sem þig kynni að hlæja.
Fleira á Seyðisfirði sker,
en fréttir þessar læt ég nægja.
Við fæðingu Bergljótar:
Fátt er nú gott að frétta,
fréttin er bara þetta.
Drottinn gaf okkur dóttur,
drengir fást ekki lengur.
Lofi stúlkunni að lifa
og léði hana sjaldan gráta
og gefi henni allt til gæfu,
gott þætti mér það, drottinn.
Til Sveins Skúlasonar á Bóndadag 1888
Síðasta dropa máske minn
mér ber nú að vörum,
ótta þó hjá mér engan finn,
ég á tvo kúta í förum.
Gott brennivín er gott að fá,
af gömlum vana þeir fylla á
ókeypis Wulff og Örum.
Arftóku sælu í æðra stað
útvegað hef ég báðum.
Brennivín sent hér ofan að
er mér að þeirra ráðum.
Í Himnaríki ég hef þó von
þeir helli á fyrir Pál Ólafsson
hressing er þekktust þjóðum.
Frá heimsins styrjöld, hættu og neyð
til himins vínið lystir.
Til Himnaríkis ég hleyp mitt skeið
þá hinir vaða í klyftir.
Þeir sem Bakkusi falla frá
fá ekki Wulff og Örum sjá,
það er þó sjónarsviptir.
Páll Ólafsson er það stórt nafn í bókmenntasögu
19. aldar að allar heimildir um hann eru
nokkurs virði.