Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 36

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 36
35 Á Smalakofar á Upp-Héraði Helgi Hallgrímsson Á flestum jörðum sem liggja að fjalli má finna leifar smalakofa, eins eða fleiri, efst í hlíðum, eða upp undir brúnum, eins og sagt var í minni heimabyggð. Oftast eru þær á hjöllum þar sem vel sést yfir landið fyrir neðan og ósjaldan er varða eða vörðubrot þar hjá. Sælst var eftir að byggja kofana þar sem gott var hellutak, því að þeir voru nær alltaf byggðir úr hellum, bæði veggir og þök. Hellur í þakinu sköruðust svo þær steyptu af sér regni, og sjálfsagt hefur mosa verið troðið í glufur. Þetta voru lítil hreysi, stærðin við það miðuð að maður mátti sitja þar inni eða liggja endilangur. Aðeins örfáir smalakofar standa enn næstum heilir, og verður hér sagt frá nokkrum kofum á Upp- Héraði sem ég hef skoðað eða haft spurnir af. Allir smalakofar og rústir þeirra eru friðlýstar skv. þjóðminjalögum vegna aldurs. Kofarnir hafa flestir verið byggðir af ungum smölum, er sátu yfir kvíaám á sumrin, enda voru þeir líka kallaðir hjásetukofar. Þeim var oft skipað að reka ærnar upp í hlíðar, þar sem gróður var meiri og fjölbreyttari en niðri í byggðinni, og líka til að hlífa engjum. Lítið er vitað um aldur smalakofanna, en líklega hafa þeir flestir verið byggðir á 19. öld, eftir að selfarir lögðust niður, en fráfærur voru enn mikið stundaðar þar til á fyrstu áratugum 20. aldar. Smalastarfið kom oftast í hlut barna eða unglinga, sem ekki þóttu duga til annarrar vinnu. Eru dæmi þess að jafnvel 6-8 ára börn voru smalar, en vanalega voru þau 10-15 ára, og gátu verið af báðum kynjum, þó strákar væru algengari. Þau áttu oft ekki sjö dagana sæla. Smalastarfið var kulsamt í bleytutíð, og var þá betra en ekkert að leita athvarfs í kofanum. Þrátt fyrir það áttu margir góðar endurminningar úr hjásetunni, og í skáldskap 19. aldar var hún vafin rómantík í sögum og kvæðum. Þar komu líka til erlend áhrif, því að hjarðmennska var og er stunduð um allan hinn gamla heim og upphafin í bókmenntum allt frá tímum Forngrikkja. (Höfundur minnist þess er hann sá hjarðmey með kindahóp á Ítalíu 1956). Metúsalem J. Kjerúlf á Hrafnkelsstöðum ritar: „Fráfærur og hjáseta var höfuðnauðsyn á hverju heimili í ungdæmi mínu. Það var yndi fólksins í þá daga, að sjá búsmalann síga heim á kvöldin í áttina að hverjum bæ,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.