Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 37
36
Múlaþing
að ógleymdri búsældinni sem því fylgdi í
hverju búi. Það þótti vel í lagt ef 10 ær voru
í kvíum fyrir hvern heimilismann.“ (Heima
er bezt 11 (7), 1961, bls. 236).
Ýmis fleiri orð voru notuð um smalakofa, og
var það eitthvað misjafnt eftir landshlutum,
svo sem smalabyrgi, hjásetukofar og smala-
skálar. Sumir smalakofar höfðu eiginnöfn,
líklega oftast eftir þeim sem byggðu þá. Ekki
má rugla smalakofum saman við gangnakofa
eða leitarmannakofa, sem byggðir voru á
afréttum til gistingar í haustsmölun. Það voru
miklu stærri hús og rúmuðu oft 10-15 manns
til svefnstöðu, enda oftast reist af hreppunum.
Heimildir
Heimildir um smalakofa er víða að finna í
ævisögum og endurminningum. Fræg er frá-
sögn Tryggva Emilssonar í bókinni Fátækt
fólk (Rvík 1976, bls. 138-139), þegar hann sat
yfir ám í Seljadal upp af Bakkaseli í Öxnadal
í upphafi 20. aldar. Hann lagfærði kofann sem
þar var í niðurníðslu og rúst hans er enn vel
sýnileg. Listamennirnir Ríkarður Jónsson og
Jóhannes Kjarval fara lofsamlegum orðum um
hjásetuna. Haft er eftir þeim síðarnefnda, að
rómantíkin hafi horfið úr sveitum með frá-
færunum. Búið er að stika leið að smalakofa
hans í Geitavíkurfjalli, Borgarfirði eystra.
Jónas frá Hrafnagili ritar í Íslenzkum
þjóðháttum (3. útg. 1961, bls. 171):
„Oftast voru unglingar hafðir við smala-
mennsku, og var þeim oft ætlað miklu
meira en þeim var treystandi til, því að
þeim var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði
ungir og pasturslitlir. Illt áttu þeir oft í
meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt
og dag og tíð var stirð, rigningar og slag-
viðri. Þá byggðu þeir sér hús: byrgi eða
smalabyrgi, á þeim stöðvum, er fénu var
mest haldið til haga, og voru þeir þar inni
þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið
voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó
skárri en úti.“
Smalakofinn í Egilsstaðafjalli, Fljótsdal, 1995–2000. Benedikt Jónasson á Þuríðarstöðum stendur við kofann.
Ljósm. Páll Pálsson, Aðalbóli.