Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 40
39
Smalakofar á Upp-Héraði
Brekka og Brekkugerði: „Á Stóramel,
utan við Hölknárbotna, er smalakofi sem enn
stendur, hlaðinn úr grjóti og hellur lagðar yfir,
sem mynda þak. Kofinn er um mannslengd og
um 1 m breiður, hæðin líklega um 1 metri.“
(Jóhann Fr. Þórhallsson, Brekkugerði, 1991).
Jóhann Frímann sendi mér mynd af kof-
anum í bréfi 15. mars 2015. Samkvæmt
myndinni er þessi kofi næsta líkur kofanum
í Egilsstaðafjalli, enda byggingarefnið mjög
svipað. Hæðin er svipuð, breiddin líklega
aðeins meiri og dyr aðeins víðari. Í þeim liggja
hellur sem líklega hafa fallið af þakinu. Engar
heimildir hafa fundist um það hver byggði
þennan kofa eða hvenær.
Staðháttum er þannig lýst í örnefnaskrá:
„Út af Kolásum eru Mýrar, sem ná út að
Brekkulæk, ofan við Fosshjalla. Ofan við
Mýrarnar heitir Sjónarhraunshall, hallandi
mýrlendi og mólendi. Ofan þess er Sjón-
arhraun. Þetta er allmikið svæði... Ofan
við þetta svæði er svo Fénaðarhlíð, sem
nær alveg gegnum landið. Í brún hennar er
Efri-Hölknárbotn og Neðri-Hölknárbotn,
beint þar út af, á brún, er Stórimelur, og
Stóramelsdrag, sem er djúpt drag, bakvið
melinn. Úr því rennur vatn út og ofan í
Selgilið. Þar upp af heita Öldur, Grenis-
alda er upp af Stóramel og Áralda næst
Hengifossá.“
Samkvæmt þessari lýsingu er Stórimelur
á heiðarbrún í 400-500 m hæð yfir sjávar-
máli. Það vekur athygli að ekki er minnst á
smalakofann í örnefnaskránni, sbr. kofann á
Egilsstöðum.
Í örnefnaskrá Brekkugerðis er hins vegar
getið um „smalabyrgi“ sem kallast Miðskáli,
utar og neðar, utan við Selgil sem skiptir
jörðum, skammt út og upp af vörðunni
Sveinku, sem er önnur tveggja með því nafni,
báðar lystilega hlaðnar og standa vel. (Sbr.
Fljótsdælu mína, bls. 184 og 367). Þar er
staðháttum svo lýst:
Rúst af smalakofa við vörðuna Samsteypu í Arnheiðarstaðafjalli, 26. júní 1988. Ljósmynd: Höfundur.