Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 41
40
Múlaþing
„Hér ofar er svo Fláabrún og Fláar. Fast
við veginn, á brúninni, á smáhrauni er
Sveinka. Það er snilldarvel hlaðin varða,
hlaðin af smala sem hér sat yfir. Svo er þar
út af Miðskáli, smalabyrgi, melhraun og
lágar. Þar er Miðskálaflói, ofar bakvið Mið-
skála. Svo er Einstakahraun út af honum.
Einstakahraunsflói er uppi á hraunend-
anum. Tóta er varða á Fláabrún, inn við
Selgil. Á Fláabrún eru einnig Fremri-Fláa-
varða og Ytri-Fláavarða.“
Þetta leiddi til þess misskilnings höfundar, að
heillegi smalakofinn væri í Brekkugerði og
héti Miðskáli. Þetta hefur Jóhann Frímann í
Brekkugerði leiðrétt. Örnefnið Miðskáli gefur
hinsvegar tilefni til íhugunar, því það gefur
í skyn að til hafi verið tveir aðrir „skálar“,
sem gætu hafa heitið Innri- og Ytri-Skáli. Það
vekur líka þá spurningu hvort umræddur kofi
á Stóramel hafi e.t.v. verið nefndur Innri- eða
Fremri-Skáli.
Hús og Geitagerði: Halldór Stefánsson
síðar bóndi, forstjóri og fræðimaður, ólst upp í
Geitagerði og lýsir hjásetunni í ævisögu sinni:
„Hjásetuplássið á daginn var tíðast uppi
undir hábrún heiðarinnar, á svokölluðum
Fláum; það var breið, jafnhækkandi fles,
en heiðarbrúnin sjálf brattari, með tveimur
hjöllum víðast. Sást því vel yfir hjörðina.
Staða smalans var á hjallabrúninni, því að
á afrétt sóttu ærnar fyrri part sumars, og
ef þær sluppu úr gæzlunni var hæpið að
þær næðust. Oft hitti ég í hjásetunni ær-
smalana á nágrannabæjunum, Arnheiðar-
stöðum og Brekkugerði... Við áttum hver
sinn smalakofa til að skýla okkur þegar
eitthvað var að veðri. Ýmislegt höfðum við
okkur til dundurs, svo sem að hlaða vörður
og fara í Blámannsleik. Líka höfðum við
með okkur bækur... Þegar við vorum tveir
saman vörnuðum við því lítt þótt ærnar
færu eitthvað saman á daginn, því þegar við
hóuðum þeim saman til heimferðar runnu
Smalakofinn í Grjótárbotnum, Arnkelsgerði, Völlum, 12. ágúst 1992. Ljósmynd: Höfundur.