Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 46
45
Þ
Hrakingssaga Stuðlabræðra
Það var kl. 7 að morgni, eftir fljóta-
klukku, á miðþorra, árið 1907 að
bræður tveir lögðu af stað að heiman
og fóru Gagnheiði. En sú heiði liggur bak
við bœði Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, svo
maður kemur í Breiðdal, þegar rétt er farið,
og lagt er á hana úr Reyðarfiirði. En þaðan
voru þessir bræður, Bóassynir frá Stuðlum
og Sigurbjargar. Hét Valdór sá eldri og var
22 ára er þetta gerðst en Jónas hinn yngri og
var 13 eða 14 vetra.
Var nú haldið í myrkri upp að Hjálmardal,
en ekki var komið langt áður það fór að þykna
í lofti, og þegar komið var upp úr dalnum, var
farið að snjóa, en blíðalogn var sem áður. Þegar
þeir bræður voru komnir upp á miðja Aurana,
en þeir eru fyrir neðan Gagnheiðarskarðið, var
komið þreifamdi snjóveður. Voru þeir þá að
hugsa um hvort betra mundi að snúa aftur, eða
halda áfram. Var klukkan þá langt gengin tíu.
Sá sem ekki þekkir til, gerir sér venju-
lega litla hugmynd um hvernig það er að vera
staddur í snjóveðri uppi á reginfjöllum, og þá
ekki heldur hvermig ástatt var fyrir Valdóri
þarna, með þrjá fjórðunga á bakinu og óvanan
ungling, sem þó reyndar var hinn kjarkbezti.
Halda áfram eða snúa við
Eftir litla umhugsun kaus Valdór heldur að
halda áfram, sumpart af því að hann taldi
þá verr stadda að snúa við, sökum hörku og
launhálku á leiðinni til baka, sem erfitt var
að varast vegna snjóarins, og sumpart kaus
hann heldur að halda áfram, af því hugurinn
bar suður yfir heiðina, því förinni var heitið
til unnustunnar, sem var í Breiðdal.
Þrátt fyrir snjókomuna gekk að heita má
slindurlaust að finna Gagnheiðarskarðið, en
svo hagar til, þegar komið er yfir það, að farið
er yfir stóra hvylft, og var þar, bæði við gamla
og nýja ófærð að stríða, alt af í mjóalegg, en
stundum upp fyrir hné, í gömlum brota.
Voru þeir bræður hálfa aðra stund að komast
yfir hvylftina og upp á hjallann hinumegin.
En þegar þamgað var komið settust þeir
niður og átu nokkuð af nesti sínu: eina köku
hver af smurðu flatbrauði með kjöti á og
drukku þeir með því kalt kaffi, er þeir höfðu
með sér, en hitaflöskurnar þekktust ekki þá.
Suður af heiðinni eru tvö skörð og má
fara hvort þeirra, sem vera skal. Meðan þeir
voru að borða, hafði Valdór orð á því, að ef
fannkomunni héldi þannig áfram, mundu þeir