Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 47
46
Múlaþing
hvorugt skarðið hitta. Sagði Jónas, að sér þætti
mikið ef Valdór rambaði ekki í Hróarsdals-
skarð, eins og hann væri vanur, en Valdór
sagðist mundi hafa kosið, ef kostur hefði verið,
að fara Móskjónaskarð, þó nokkuð væri það
lengra, sökum hörkunnar hinumegin í Hróars-
dalsskarði.
Ekki höfðu þeir bræður áttavita og þess
vegna gættu þeir þess, er þeir settust niður,
að snúa andlitunum í áttina, er fara skyldi.
Þeir sátu um tíu mínútur og átu. Var þá
staðið upp og lagt af stað aftur. „Nú skaltu
ganga það á eftir mér,“ segir Valdór „að þú
eins vel sjáir mig, og gá að hvort ég fer mjög
krókótt.“ Gekk Jónas nú á eftir Valdóri, á að
giska sex faðma, því fannkoman var svo mikil,
að lengra sá ekki greiðlega.
Sóttist ferðin fremur seint, því ekki hafði
færðin batnað, en þeir höfðu von um að ná
Hróarsdalsskarði eftir um það bil þrjá stundar-
fjórðunga.
Þegar þeir höfðu gengið liðugan hálftíma
voru þeir komnir að stað er Valdór kannaðist
Valdór Bóasson útgerðar- og verslunarmaður í Reyðar-
firði og Stuðlum. Eigandi myndar: Ólafía Herborg
Jóhannsdóttir.
Valdór Bóasson f. 26. júní 1885 að Borgargerði í Reyðarfirði, d. 22. apríl 1927. Hann var einn
af hinum fjölmörgu systkinum frá Stuðlum sem komu talsvert við sögu útgerðar og atvinnumála
við Reyðarfjörð.
Valdór var, fjórði elstur af 11 systkinum, sonur þeirra hjóna Sigurbjargar Halldórsdóttur (f.
6. apríl 1856, d. 1. júní 1949) frá Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu og Bóasar Bóassonar, (f. 17.
ágúst 1885, d. 21. júlí 1915) frá Stuðlum við Reyðarfjörð en þau bjuggu allan sinn búskap að
Stuðlum. Við þann bæ er Stuðlaættin kennd og einnig hefur þessi ætt verið kölluð Bóasarætt.
Þau Stuðlasystkinin þóttu dugleg með eindæmum og ósérhlífin.
Valdór giftist árið 1907 Herborgu Jónasdóttur (f. 23. ágúst 1886, d. 22. ágúst 1964) frá
Hlíðarenda í Breiðdal, en þau voru bræðrabörn. Þau byrjuðu búskap sinn í sambýli við foreldra
Valdórs að Stuðlum og bjuggu þar sín fyrstu búskaparár. Árið 1913 kaupa þau íbúðarhús Norð-
mannsins Randulfs á Hrúteyri við Reyðarfjörð og annan rekstur, útgerð og verslun. Mikil umsvif
Norðmanna um og upp úr síðustu aldamótum, settu svip sinn á mannlífið við Reyðarfjörð og
þar á meðal settu þeir upp verslun og útgerð á Hrúteyrinni. Á Hrúteyrinni einni bjuggu milli
40 og 50 manns, þegar flest var. Fáir gera sér grein fyrir því, þegar nú er ekið yfir Hrúteyrina
eftir malbikuðum veginum, hversu litríku lífi var lifað, á Hrúteyrinni og á Sléttuströndinni, á
þessum tíma. Verður að láta ímyndunaraflið ráða til að sjá fyrir sér mannlífið þar á þessum tíma,
en nú eru varla sjáanleg merki um byggðina á Hrúteyrinni, þar er lítið að sjá, aðeins misfellur í
jarðveginum þar sem áður stóðu hús og mannvirki.
ÓHJ