Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 47

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 47
46 Múlaþing hvorugt skarðið hitta. Sagði Jónas, að sér þætti mikið ef Valdór rambaði ekki í Hróarsdals- skarð, eins og hann væri vanur, en Valdór sagðist mundi hafa kosið, ef kostur hefði verið, að fara Móskjónaskarð, þó nokkuð væri það lengra, sökum hörkunnar hinumegin í Hróars- dalsskarði. Ekki höfðu þeir bræður áttavita og þess vegna gættu þeir þess, er þeir settust niður, að snúa andlitunum í áttina, er fara skyldi. Þeir sátu um tíu mínútur og átu. Var þá staðið upp og lagt af stað aftur. „Nú skaltu ganga það á eftir mér,“ segir Valdór „að þú eins vel sjáir mig, og gá að hvort ég fer mjög krókótt.“ Gekk Jónas nú á eftir Valdóri, á að giska sex faðma, því fannkoman var svo mikil, að lengra sá ekki greiðlega. Sóttist ferðin fremur seint, því ekki hafði færðin batnað, en þeir höfðu von um að ná Hróarsdalsskarði eftir um það bil þrjá stundar- fjórðunga. Þegar þeir höfðu gengið liðugan hálftíma voru þeir komnir að stað er Valdór kannaðist Valdór Bóasson útgerðar- og verslunarmaður í Reyðar- firði og Stuðlum. Eigandi myndar: Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Valdór Bóasson f. 26. júní 1885 að Borgargerði í Reyðarfirði, d. 22. apríl 1927. Hann var einn af hinum fjölmörgu systkinum frá Stuðlum sem komu talsvert við sögu útgerðar og atvinnumála við Reyðarfjörð. Valdór var, fjórði elstur af 11 systkinum, sonur þeirra hjóna Sigurbjargar Halldórsdóttur (f. 6. apríl 1856, d. 1. júní 1949) frá Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu og Bóasar Bóassonar, (f. 17. ágúst 1885, d. 21. júlí 1915) frá Stuðlum við Reyðarfjörð en þau bjuggu allan sinn búskap að Stuðlum. Við þann bæ er Stuðlaættin kennd og einnig hefur þessi ætt verið kölluð Bóasarætt. Þau Stuðlasystkinin þóttu dugleg með eindæmum og ósérhlífin. Valdór giftist árið 1907 Herborgu Jónasdóttur (f. 23. ágúst 1886, d. 22. ágúst 1964) frá Hlíðarenda í Breiðdal, en þau voru bræðrabörn. Þau byrjuðu búskap sinn í sambýli við foreldra Valdórs að Stuðlum og bjuggu þar sín fyrstu búskaparár. Árið 1913 kaupa þau íbúðarhús Norð- mannsins Randulfs á Hrúteyri við Reyðarfjörð og annan rekstur, útgerð og verslun. Mikil umsvif Norðmanna um og upp úr síðustu aldamótum, settu svip sinn á mannlífið við Reyðarfjörð og þar á meðal settu þeir upp verslun og útgerð á Hrúteyrinni. Á Hrúteyrinni einni bjuggu milli 40 og 50 manns, þegar flest var. Fáir gera sér grein fyrir því, þegar nú er ekið yfir Hrúteyrina eftir malbikuðum veginum, hversu litríku lífi var lifað, á Hrúteyrinni og á Sléttuströndinni, á þessum tíma. Verður að láta ímyndunaraflið ráða til að sjá fyrir sér mannlífið þar á þessum tíma, en nú eru varla sjáanleg merki um byggðina á Hrúteyrinni, þar er lítið að sjá, aðeins misfellur í jarðveginum þar sem áður stóðu hús og mannvirki. ÓHJ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.