Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 54
53
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
Margrét Sigurðardóttir (f.1824 – d.1903), húsfreyja á
Geirólfsstöðum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Aust-
urlands.
Hver var Margrét Sigurðardóttir
á Geirólfsstöðum?
Margrét Sigurðardóttir fæddist þann 19.
febrúar 1824 og var móðir Bergþóru á
Geirólfsstöðum og amma Guðrúnar Helgu
Finnsdóttur. Margrét ólst upp á miklu dugn-
aðarheimili hjá foreldrum sínum á Mýrum
í Skriðdal. Foreldrar hennar voru Sigurður
Eiríksson bóndi á Mýrum í Skriðdal og Ólöf
Sigurðardóttir frá Kolstöðum á Völlum (Helgi
Hallgrímsson, 1994).
Helgi Hallgrímsson (1994) tók saman heil-
mikið efni um ævi Margrétar. Í þeirri saman-
tekt er æviágrip Margrétar ritað af Bergþóru
dóttur hennar.
Margrét var óvenju námsfús og bókelsk.
Bergþóra lýsir upphafinu að miklum áhuga
Margrétar á bókmenntum. Upphafið má rekja
til heimsókn karls nokkurs Brynjólfs Everts-
sonar. Hann átti heima á Eiríksstöðum á Efri
Jökuldal. Hann kom að Mýrum og hitti þar
Margréti sem þá var lítil stúlka og nýbyrjuð
að lesa og náði að stauta sig mest fram sjálf.
Hún var mjög forvitin að fá að skoða bækur
karls. Hann var ekki vanur svona miklum
áhuga og gaf henni sögukver. Móðir Mar-
grétar lét hana hafa fótabúnað til að afhenda
karli í staðinn. Þessi sérvitri bókakarl kenndi
henni lestur, fingrarím, reikning og var hissa
á gáfum hennar. Karlinn sat nokkrar vikur
við þessa iðju.
Margrét var sautján ára þegar hún var
föstnuð Einari Gunnlaugssyni á Eiríksstöðum
en hann dó fyrir áætlað brúðkaup. Áður en
hann dó gaf hann hana, Einari Jónssyni frænda
sínum á Melum og einnig bókakistuna sína.
Þau gengu í hjónaband 3. janúar 1844 en þann
9. febrúar var hann liðið lík. Sama dag veiktist
hún af taugaveiki og lá í tvo mánuði. Hún var
aldrei söm á eftir að mati læknis hennar. Þetta
markaði mjög djúpa og sára lífsreynslu fyrir
tvítuga konu. Þess má þó geta að bókakista
Einars var áfram í eigu Margrétar eftir andlát
hans og nýtti hún hana vel.
Tveimur árum seinna gengu Margrét
og Helgi Hallgrímsson frá Stóra Sandfelli í
hjónaband (Helgi Hallgrímsson, 1994). Faðir
hans var Hallgrímur Ásmundsson bóndi á
Þorvaldsstöðum og síðar á Sandfelli í Skrið-
dal. Móðir hans var Bergþóra Ísleifsdóttir frá
Vallanessókn (www.islendingabok.is).
Í tímaritinu Húsfreyjunni (1968) er
skemmtileg vísa um Guðnýju vinnukonu á
Geirólfsstöðum.
„Guðný Árnadóttir úr Fljótsdal, fædd fyrir
miðja 19. öld, eldakona á Geirólfsstöðum