Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 60
59
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
Önnur skammavísa er til um Margréti en ekki
er kunnugt um höfund. Heimild er Sigrún á
Hafrafelli:
Þótt setji upp hatt og svarta skó
samt ei Möngu hræðist.
Hún er djöfuls herfa þó,
hverju sem hún klæðist.
Það eru til ýmsar skýringar hversvegna hún
var svona umdeild. Sigfús Sigfússon sagði
að hún var hinn mesti skörungur, gáfuð og
mikilhæf. En eigi alls kostar fyrirleitin, ef
hún vildi hafa sitt mál fram, en mjög trygg
þar sem henni þótti þess vert og höfðingi í
skapi (Helgi Hallgrímsson, 1994).
Eftirmæli Matthíasar
Matthías Jochumsson orti eftirmæli um
Margréti á Geirólfsstöðum:
Skalf Skriðdalur,
því skriða dundi,
lífköld lýðum,
sem á Landsnámstíð.
Sagði fjall fjalli
yfir Fljótsdalshérað,
en Bjólfur benti
Búlandstindi.
Hölluðu kvöldsvæf,
en haust var komið
höfði blómstur,
þau er Hérað byggðu
og skunduðu
að skauti móður,
með leynitár
á ljúfu auga.
Kváðu hátt
í Hallormsstaðaskógi
lífköld ljóð
í limi bjarka:
„Öreind er eikin
Austfirðinga
sofnuð ein hin svásasta
systra vorra.“
Hvað er orðið?
Mun í óði skrum?
Er drottning dáin?
Drjúpa stórsveitir?
Hvað er annað að,
en ekkja hvílir
með áttræð ár
í eilífðri ró.
Hnigin er Margrét-
minni háttar
(viti það allir),
en hin vegstóra
nafna hennar,
sú er Norðurþjóðir
tengja tók,
tryggðabandi.
Samt varstu drottning,
dóttir Sigurðar!
margreynd móðir,
metorðalaus;
samt varstu drottning
því að dýrra gervi
bar eigi Brynhildur
Buðladóttir.
Sá ég þig sjötuga,
en sýnum varstu.
mjög miðaldra
í mínum augum.
„Svo hefir endur
Ólöf hin ríka
kvatt konunga,“
kom mér í huga.
Víst varstu drottning
því að dáðir fylgdu
fríðleiks frama
fylkis drósa.