Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 61
60
Múlaþing
Breysk varstu brynjuð
beztu kostum,
og í hvívetna
Héraðsprýði.
(Heimild: Helgi Hallgrímsson, 1994.)
Hver var Bergþóra Helgadóttir á
Geirólfsstöðum?
Bergþóra var fædd á Geirólfsstöðum 2. mars
1852. Það eru nokkrar heimildir til í tímaritum
um sögu Bergþóru Helgadóttur. Ónefndur
höfundur skrifar í tímaritið Óðinn árið 1924
grein um þau hjónin Bergþóru og eiginmann
hennar Finn Björnsson. Finnur var fæddur
20. desember 18512. Árið 1880 gengu Finnur
og Bergþóra í hjónaband og hófu búskap á
Geirólfsstöðum. Hann var mikill hvatamaður
að stofnað væri búnaðarfélag í hreppnum og
var í stjórn þess frá byrjun og alveg til dauða-
dags. Hann gegndi fleiri ábyrgðarstörfum og
var formaður sóknarnefndar þegar hann lést.
Hann var vel hagur maður, bæði á járn og tré,
og voru þau vik og greiðar ótaldir sem hann
lét grönnum sínum í té á því sviði, oft fyrir
lítið gjald eða ekkert (Óðinn, 1924).
Alþekkt var það og að ef einhver hinna
fátækari bænda sveitarinnar þurfti að byggja
upp hjá sér eða ef einhver varð fyrir vinnu-
tjóni fyrir sjúkdóm eða óhöpp, þá varð Finnur
jafnan manna fyrstur til að stinga upp á, að
hlaupið væri undir bagga af sveitungum og
veitt ókeypis hjálp. Lundin var létt og góð,
átti til kímni og glettni, er svo bar undir, en
þó góðlátlega svo að jafna fór vel á. Oft brosti
Finnur, þegar aðrir hefðu þráttað, enda var
jafnaðargeðið og stillingin, á hverju sem gekk,
eitt af einkennum hans (Óðinn, 1924).
2 Á heimsíðunni www.islendingabok.is má sjá að Finnur Björns-
son var fæddur þann 23. desember. En í manntalinu og í grein-
inni í tímaritinu Óðni er gefinn upp fæðingardagurinn 20. des-
ember. Bergþóra er fædd skv. sömu tímaritsgrein 20. mars en 2.
mars skv. manntalinu og heimasíðunni www.islendingabok.is.
Bergþóra Helgadóttir var rétt um þremur
mánuðum yngri en Finnur. Hún var alin upp á
Geirólfsstöðum, fyrst hjá foreldrum sínum og
síðar hjá móður sinni, eftir að hún varð ekkja,
þangað til hún giftist Finni 1880. Í tímaritinu
Óðinn (1924) er persónulegum einkennum
Bergþóru lýst vel:
„Bergþóra var mjög vel gefin kona, skör-
ungur í lund og að allri gerð. Sótti hún það
sjálfsagt til móður sinnar og móðurafa,
Sigurðar hreppstjóra á Mýrum, sem var
afburðamaður á sinni tíð og mesti merkis-
bóndi. Bergþóra var ekki síður vel verki
farin á kvenna vísu, en Finnur á karla,
nema fremur væri, enda ein af allra fremstu
konum Fljótsdalshjeraðs á sinni tíð um alla
handavinnu kvenna. Auk þess var hún fróð
kona og fræðigjörn, og einkum mjög vel
heima í sögu og ættfræði, eins og móðir
hennar. Bergþóra var höfðingi í lund og
að risnu, sem hvorugt gat leynst, þó að
þröngur efnahagur og erfið aðstaða væru
henni oft fjötur um fót. Hún var frændrækin
kona, vinföst og hollráð, vönd mjög að
virðingu sinni og sinna og frábitin öllu
tildri…
Það er jafnaðarlegast húsmóðurin, sem
heimilið tekur svip sinn og blæ frá. Og
það var líka eins og ríklyndi og mikillæti
Bergþóra og Finnur á Geirólfsstöðum. Myndin er fengin
úr tímaritinu Óðinn frá 1924.