Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 62
61
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
húsfreyjunnar á Geirólfsstöðum svifi þar
yfir vötnunum, lægi þar svo að segja í
andrúmsloftinu. En það munu oftast verða
óöfundsverð ævikjör, að bæla mikilláta
lund innan þröngra moldarveggja, og að
samrýma höfðingslund þröngum efnahag...
Bergþóra var að vexti há kona og
grönn, og svaraði sjer vel, fríðleikskona
bæði í andliti og á velli. Framganga og fas
alt tígulegt, og leyndist ekki, að sópaði af
konunni. En hvað komið hefði fram hjá
henni, ef lífskjörin hefðu verið önnur, og
meira við hennar hæfi, um það getur enginn
sagt. Hitt er víst að hún var að upplagi mjög
mikilhæf kona.“
Þegar þau Finnur og Bergþóra hófu búskap á
Geirólfsstöðum voru nýafstaðnir erfiðir tímar
á Austurlandi. Afleiðingar öskufallsins frá
1875 voru á ýmsan hátt þá enn viðvarandi.
Höfðu þær komið allhart niður á Geirólfs-
staðabúinu, sem víðar. Búið sem þau byrjuðu
með var nánast allt í skuld svo að mikið reyndi
á atorku og ráðdeild ungu hjónanna. Þegar við
bættust óhöpp, svo sem bæjarbruni o.fl., þá
var afleiðingin þröngur efnahagur lengi vel
fram eftir. En svo lauk að Geirólfsstaðabúið
varð að lokum eitt með hinum best stæðu í
sveitinni. Höfðu þau þá keypt Geirólfsstaði,
sem áður var kirkjujörð, og byrjað talsverðar
jarðabætur þar í túnasléttum, skurðagjörð og
að lokum höfðu þau hjónin algirt túnið ásamt
öðrum umbótum. En greinin í Óðni endar
með skemmtilegri lýsingu á heimilislífinu á
Geirólfsstöðum:
„En bæði fyrr og síðar var heimilið hið
sama myndar og rausnar heimili. Gestrisni
og alúðarviðmót jafnt á báðar hliðar hjón-
anna, enda heimilið mjög að sótt, einkum
af hinum betri gestum, sem um hjerað
fóru. Og þá voru þau Geirólfsstaðahjón
ánægðust er þau sáu flest góðra gesta á
heimili sínu.“
Bergþóra Helgadóttir
Öll fróð minnug, orðheppin
á til fróðleiksgáttir.
Batt hér tryggð við bústað sinn
Bergþóra Helgadóttir.
Barndómsfögur undi ár
og orkublóma líðir í.
heimasæta hrein og klár
og húsfreyja um síðir.
Í ellinni vel unir sjer
æfi síðast á fanga.
Sómakona uns sofnar hjer
svefninum hinsta og langa.
G.O. Hryggstekk
(Heimild: Bréfasafn Valborgar.)
Bergþóra Helgadóttir (f.1852 – d.1935), húsfreyja á
Geirólfsstöðum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Aust-
urlands.