Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 64
63
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
bæ sá ég eitt, sem ég hafði aldrei séð fyrr,
bærinn þeirra var allur þakinn í hvítum
blómum. Það var Baldursbrá. Baldursbráin
íslenska er með fegurstu blómum… Mér
fannst einnig Baldursbráin vera uppeldis-
systir Guðrúnar.“
Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Geir-
ólfsstöðum. Það var góður bókakostur eftir
því sem gerðist á sveitaheimilum og lásu
þau eigi aðeins íslenskar bækur heldur líka á
Norðurlandamálunum. Móðuramma hennar
Margrét Sigurðardóttir átti sinn þátt í þessu
því hún var mjög bókhneigð, átti sjaldgæfar
bækur og var sérstaklega minnug á sögu og
ættfræði. Samdi hún ættartölur fyrir marga
og lét dótturdóttur sína skrifa þær upp fyrir
sig (Stefán Einarsson, 1950).
Auk þess sem amman og foreldrar hennar
sáu um uppfræðsluna á heimilinu, voru líka,
eins og þá tíðkaðist fengnir heimiliskennarar
part úr vetrum til að kenna börnunum (Stefán
Einarsson, 1950). Séra Jakob Jónsson (1950)
tekur undir skoðun Stefáns að Margrét amma
hennar hafi verið stór áhrifavaldur á líf hennar:
„Guðrún er fædd og uppalin á íslenskum
sveitabæ, Geirólfsstöðum í Skriðdal í
Suður-Múlasýslu. Hann er með fegurstu
fjalladölum austan lands og er því vítt til
veggja. Er mér kunnugt um, að þangað
rakti hún margt það besta, sem hún átti
af andlegum verðmætum. Þó er ég helst
þeirrar skoðunar, að amma hennar muni
hafa haft varanlegust áhrif á hana í bernsku.
Vissi ég varla til að hún minntist nokkurs
manns með meiri aðdáun.“
Stefán Einarsson (1947) skrifaði grein í Eim-
reiðina um Guðrúnu. Þar lýsir hann áhrifunum
af uppeldinu á Geirólfsstöðum:
„Bækurnar á Geirólfsstöðum munu
snemma hafa kveikt þann draum í brjósti
heimasætunnar, að yrkja ljóð og skrifa
sögur, einkum að skrifa sögur. Fékkst hún
dálítið við það í æsku, en bar þær tilraunir
sínar á eld áður en hún færi vestur um
hafið, enda var það ekki mikill siður í þann
tíð, að ungar stúlkur léti drauma sína á
þrykk út ganga.“
Eftir að Guðrún og Gísli fluttu til Kanada
sömdu þau kvæði sem líklega á við æsku-
stöðvarnar Geirólfsstaði. Gísli minnist á hlut
Guðrúnar í kvæðinu í ljóðabókinni Fardagar
(1956): „Guðrún og ég gerðum þessi erindi
fyrir mörgum áratugum og átti hún fyrstu
tildrögin“.
Guðrún Helga Finnsdóttir (f.1884 – d.1946) mynd frá
námsárum á Akureyri. Ljósmyndari Jón J. Dalmann.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.