Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 71
70
Múlaþing
blaðið fyrstu 5 árin eða þangað til hann seldi
prentáhöldin. Þessi prentvél var stigin með
fætinum og var mjög erfitt að standa við hana
frá morgni til kvölds. Það gerði Gísli hins
vegar.
Eftir að hann seldi prentsmiðjuna þá var
hann hálft í hvoru að hugsa um að flytja heim.
Hann setti á fót í staðinn litla prentsmiðju
fyrir „Great West Life Assurance Company“
og veitti þeirri prentsmiðju forstöðu til sjö-
tugs. Prentsmiðjan var lögð niður eftir það.
Hann gaf út ýmislegt annað, m.a. sögur,
kvæðabækur, fræðibækur og bækur eigin-
konu sinnar. Gísli var ritstjóri Tímarits hins
íslenzka þjóðræknifélags árið 1940 eftir að
vinur hans Rögnvaldur Pétursson féll frá. Eftir
að Guðrún féll frá gaf hann út á eigin kostnað
fyrirlestra hennar ásamt minningargreinum
og kvæðum um hana látna og nefndi hann
bókina Ferðalok (Stefán Einarsson, 1962).
Guðrún Helga og Gísli bjuggu lengst af í
Banningstræti 906 (Gerður Jónasdóttir, 1950).
Heimilið var vinsælt ekki síst vegna sönglistar
fjölskyldunnar með heimilisföðurinn í broddi.
Hann stjórnaði söngflokk um skeið í Kirkju
íslenskra Únítara í Winnipeg (Stefán Einars-
son, 1962). Þau eignuðust fimm börn sem öll
komust til fullorðinsára, nema yngsta dóttirin
sem dó ung. Hin tóku próf frá háskóla Man-
itoba fylkis. Helgi sonur þeirra var prófessor í
jarðfræði. Bergþóra var kennari í grunnskóla í
Winnipeg áður en hún giftist Hugh L. Robson
lögfræðingi. Þau bjuggu í Montreal í Quebec.
Gyða giftist Wm. D. Hurst sem starfaði sem
yfirverkfræðingur Winnipegborgar. Ragna
yngsta dóttirin giftist lyfjafræðingnum Jack
St. John sem sat í stjórnarráði Winnipegborgar
(Stefán Einarsson, 1950).
Gerður Jónsdóttir (1950) lýsir dætrunum
með eftirfarandi hætti í bókinni Ferðalok eftir
Guðrúnu H. Finnsdóttur:
„Mér er minnisstætt, er ég sá þessi svip-
miklu hvíthærðu hjón í fyrsta sinn og
þrjár dætur þeirra á íslenskri samkomu
í Winnipeg. Maður hlaut að taka eftir
þessari fjölskyldu. Dæturnar voru með
glæsilegustu stúlkna sem ég hef séð, frjáls-
mannslegar og skemmtilegar. Íslendingur
að heima hafði sagt um þær. Ef systurnar
fara heim til Íslands koma þær aldrei aftur.“
Börnin höfðu einnig mikla hæfileika á tónlist-
arsviðinu. Helgi og Bergþóra voru píanóistar,
Gyða fiðluleikari og Ragna söngkona (Stefán
Einarsson, 1962).
Séra Jakob Jónsson (1950) lýsir heimilinu
á skemmtilegan hátt í bókinni Ferðalok:
„Eins og eðlilegt er, skiftir mjög í tvö
horn um það, hve þjóðlegur blær er yfir
heimilinum vestan hafs. Sum heimili eru
svo íslensk, að það er eins og þau hafi
alltaf verið í námunda við íslenska jörð.
Heimsmenningin kemst þar ekki inn fyrir
dyr, fremur en draugur í gegnum kross-
aða hurð. Önnur eru svo óíslensk, að það
er engu líkara að íslensk hugsun hafi þar
gufað upp á heitum sumardegi eða hel-
frosið... um miðjan vetur. En loks er til
þriðji flokkurinn, þar sem svo fagurlega
eru ofnir þættir íslenskrar og erlendrar
menningar, að fullt samræmi er milli
Íslendingsins og heimsborgarans. Þannig
var heimili Guðrúnar og Gísla.“
Einnig kom fram hjá Jakob að heimilið sjálft
hafi verið besti skólinn fyrir börnin sökum
þess menningarbrags sem þar ríkti. Þar var
lögð stund á skáldskap, sönglist, bóklestur og
verkleg störf, líkt og á góðum sveitarheim-
ilum til forna. Bókasafn heimilins var einnig
vandað:
„Í fyrsta lagi var ekki lesið af handahófi.
Hér var um að ræða vísvitandi sjálfsnám,
í sama anda og baðstofa Íslendinga um
aldaraðir, þar sem lestrarefnið var umræðu-