Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 72

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 72
71 Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal efni heimilisfólksins. Í öðru lagi var námið léttara sökum þess, hver bæði hjónin voru samrýmd og samtaka í því að fá mennta- þroskanum svalað. Ýkjulaust talað hef ég fáa menn þekkt, sem mér hefur fundist jafn menntandi að vera samvistum við.“ (Jakob Jónsson, 1950). Guðrún var víðsýn kona og hafði sterkar lífs- skoðanir sem mótuðust af sterkri réttlætis- vitund. Hún geymdi ávallt Ísland í hjarta sér og ræktaði íslensk blóm fyrir framan heimili sitt. Áhugi hennar á Íslandi endurspeglað- ist í íslensku félagsstarfi hennar vestanhafs. Hún vann að málum Únítarasafnaðarins í Winnipeg. Hún var um skeið forseti kven- félags hans. Átti lengi sæti í stjórn Kvenna- sambands kirkjufélagsins. Guðrún átti mikinn þátt í undirbúningi minningarits um íslenska hermenn sem félagið gaf út. Hún studdi Þjóðræknisfélagið með ráðum og dáðum, átti sæti bæði í þingnefndum og milliþingnefndum af hálfu félagsins. Hún var vel að máli farin og voru tillögur hennar í hverju máli bornar fram af gjörhygli og í trúnaði við málstaðinn. Í viðurkenningarskyni hafði hún verið kosin heiðursfélagi, bæði í Jóns Sigurðarsonar félaginu og Þjóðræknis- félaginu (Richard Beck, 1950). Í bókinni Ferðalok lýsir Guðrún (1950) ferð sinni á Íslendingahátíð í Gimli: „Einu sinni vorum við hjónin ein á ferð á björtum og blíðum sumarmorgni. Leiðir Íslendinga lágu þann dag til Gimli. Þar var Íslendingadagurinn haldinn hátíðlegur. Við vorum í glöðu skapi og hugðum gott til glóðarinnar, að eyða deginum í samfé- lagi heilagra, það er að segja í samfélagi með hundruðum eða þúsundum hrein- ræktaðra Íslendinga. Við keyrðum léttan eftir rennisléttum þjóðveginum, og heitur og ör hjartsláttur vélarinnar hljómaði eins og undirspil við gleðisöngva morgunsins. Allt gekk eins og í sögu þangað til við komum norður fyrir Selkirk. Þar var hópur vegavinnumanna að róta upp brautinni, á langri spildu, að gjöra hana beinni og breiðari. Okkur var vísað inn á hliðargötur. En eins og oft fer fyrir þeim sem sagt er til vegar, lentum við á skakka braut og áttuðum ekki á því fyrr en við vorum við komin niður á Rauðárbakka og heim að garði Indíánana þar. Við höfðum aldrei farið norður að ánni fyrr.“ Guðrún og Gísli tóku indíána upp í bílinn og eftir að hann fór úr bílnum þá var Guðrún mjög hugsi um stöðu indíánanna í samfé- laginu. „En spurningarnar eltu mig í huganum norður að Gimli og reyndar miklu lengur. Bar þessi fáláti veðurbitni rauði maður hita í hjarta yfir tapi Indíánanna? Var hann ekki eins afvatnaður og hann í fyrstu sýn virtist vera? Heyrði hann kannski í hrynjanda tungu sinnar heróp og örvaþyt forferðanna? Sá hann í huga sér hina alfrjálsu stoltu kyn- flokka leggja hina víðáttumikla sléttu undir fór; áður en hinn hvíti landsnámsmaður markaði þeim þröngan bás í afkimum þessa mikla meginlands? Og spurningarnar fóru enn lengra. Var það ekki hlutskipti allra sem fámennari eru og minniháttar að verða uppsvelgdir af hinum stærri og sterkari.“ Um langa hríð brosti lífið við þeim hjónum. Vinna var mikil og þau áttu mikið af vinum. En þá dró upp svart þrumuský. Þann 8. nóv- ember árið 1918 misstu þau yngstu dóttur sína, Unni (fædd 25. febrúar 1915). Bæði tóku þau missinn mjög nærri sér. Þessi harmur þeirra var til þess að Guðrún Helga rak eiginmann sinn til þess að safna saman ljóðum sínum og gefa þau út. Á sama tíma hvatti Gísli eigin- konu sína til að fara að skrifa sögur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.