Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 75
74
Múlaþing
Ekki verða talin upp ritverk hennar í
þessari samantekt en er hægt að nálgast í
mörgum greinum sem skrifaðar hafa verið
um hennar líf og ritstörf.
Guðrún varð bráðkvödd á heimili sínu 906
Banning Street, mánudagskvöldið 25. mars
1946. Fáum mínútum áður höfðu hjónin verið
að ráðgera að gefa út allar þær sögur sem
hún ritaði eftir að Hillingalönd hennar komu
út árið 1938. Gísli sá einn um þá útgáfu og
nefndi hana Dagshríðar spor (Jakob Jónsson,
1950). Einar Páll (1950) segir að Guðrún átti
fjölmennan aðdáendahóp út frá því að hún var
kærleiksrík vorsál.
Í minningargrein um Guðrúnu Finnsdóttur
í Tímanum miðvikudaginn 15. maí 1946 fer
Einar Páll Jónsson bróðir Gísla yfir lífshlaup
hennar:
„Frú Guðrún H. Finnsdóttir stóð í fremstu
röð íslenzkra smásagnahöfunda. Hún vann
stofnþjóð sinni ómetanlegt gagn með
ritverkum sínum, er brugðu upp ljósum
myndum af aðstæðum, andlegum og efnis-
legum, þeirra íslenzkra manna og kvenna,
er kvatt höfðu heimahaga og tekið sér ból-
festu erlendis. Hún hafði óvenju skarpa
innsýn í sálarlíf þeirra persóna, er hún í
sögum sínum klæddi holdi og blóði, og
skipaði þeim til sætis með kærleiksríkri
samúð. Hún var skáld af guðs náð. Auk
skáldgáfunnar svipmerktist líf Guðrúnar
af óbifandi vinfesti og fágætri röggsemi
í hússtjórn.“
Guðrún H. Finnsdóttir rithöfundur
Yfir þínu æviskeiði
eldar brunnu dag og nótt;
heimaunnin uppistaðan
ívafið í fortíð sótt.
Breiður var og útskyggn andi
ofið glæst þitt ritna mál;
þú varst úti til æviloka
ung og tigin vökusál.
Þér var ungri í blóð þitt borið
bjargföst trú á lands þíns mennt,
og um okkar frægu feður
fjöldamargt í æsku kennt.
Orðsins list frá arni Snorra
yfir þínum störfum brann.
Vaxtaþrá þíns innsta eðlis
aldrei nokkur takmörk fann.
Fangbreið var þín móðurmildi
margir gistu bæinn þinn;
þaðan streymir ávalt andi
ylríkur um huga minn.
Þitt var yndi alla daga:
eyða skuggum, bæta kjör;
fáir áttu í orðum meiri
andagift né snillisvör.
Æðsta lögmál lífs og þroska
lætur sálir fylgjast að;
máttug Helja, mannsins fylgja,
megnar ei að rjúfa það.
Lífsins sól rís upp af unnum
eftir þungra drauma nótt,
fagurlýsir dánardjúpin
dimm, og veitir öllu þrótt.
Fóstran vestræn vorsins örmum
vefur þig að barmi sér;
þú gafst henni æviátök,
eitthvað þér í staðinn ber.
Þó að lífið lifi alla,
líka dauðinn heimtar sitt.
Fram um ár og aldaraðir
Ísland blessar nafnið sitt.
Einar P. Jónsson, 1946.