Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 86
85
Námskeiðahald á Skriðuklaustri og víðar á Austurlandi 1992–1997
miklu leyti, sem við umsjónarmenn teljum
okkur fært að meta hlutdrægnislaust.“
Af sömu heimild má skilja að komið hafi
verið á eins konar ,,baðstofumenningu“ eftir
kvöldmat fyrir þá sem gistu, sem var fólgin í
því að Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal hélt uppi
fróðleik um sögu og náttúrufar í og umhverfis
Fljótsdal í sex skipti og Páll Pálsson, frændi
hans frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal sagði eitt
kvöldið frá Jökulsá á Brú og heiðunum
beggja vegna hennar. Auk námskeiðs- og
heimilisfólks var nágrönnum einnig boðið í
félagsskapinn. Mæltist þetta afar vel fyrir og
eiga þeir félagar mikið hrós skilið fyrir þessa
sjálfboðavinnu.
Skrár yfir námskeiðin og ýmsar
tölulegar upplýsingar um nám-
skeiðahaldið
Við gerð töflu 1 var reynt að nota öll tiltæk
gögn í skráninguna. Það var reyndar auð-
velt fyrir fyrstu tvö árin, 1992–93, þar sem
umsjónin var nánast alfarið í höndum okkar
Jóns Atla hjá Búnaðarsambandinu, þar sem
allar skráningar og uppgjör þeirra námskeiða
eru varðveitt. Eftir það fluttist skráningin
meira til Endurmenntunardeildar Landbún-
aðarháskólans, sem bitnaði nokkuð á utan-
umhaldi skráninganna heima fyrir. Umfjöllun
um námskeiðin birtist í Ársriti BsA ár hvert,
auk auglýsinga og tilskrifa í Fréttabréfum
BsA á þessum árum. Þó má segja að flestar
skráningarnar hafi fundist í námskeiðamöppu,
á þar til gerðum skráningarblöðum heima
fyrir, auk þess sem gestabækur heimilisins á
Skriðuklaustri komu að góðum notum, þegar
námskeiðin höfðu verið haldin þar, sem var
oftar en ekki fram á árið 1997.
Í þessu sambandi er rétt að vísa til með-
fylgjandi stólparits, sem sýnir uppsafnaðan
námskeiðafjölda á Skriðuklaustri og víðar hér
eystra á vegum BsA á árabilinu frá og með
vorönn 1992 og til og með vorönn 1997 (57
alls). Uppsafnaður nemendafjödi (503 alls)
gefur nánast sömu mynd.
Jarðræktarnámskeið 7.-9. apríl 1992. Talið f.v.: Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri á Möðruvöllum, kennari, Gavin
Dear, Seldal, Hörður Guðmundsson, Refsmýri, Jón Þórðarson, Grænuhlíð, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Valþjófsstað,
Guðsteinn Hallgrímsson, Teigabóli, Gunnar Þórarinsson, Hjarðarbóli, Þórarinn Lárusson, umsjónarmaður og
Bjarni E. Guðleifsson sérfræðingur á tilraunastöðinni á Möðruvöllum, kennari.