Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 90
89
Námskeiðahald á Skriðuklaustri og víðar á Austurlandi 1992–1997
hefðbundna girðing vera komin á aldur og
mætti alveg missa sig fyrir nýja rafmagns-
girðingu frá Gallagher (en Ragnar mun hafa
verið umboðsmaður þess fyrirtækis um tíma).
Þetta varð til þess að Hákon tók sig til og ritaði
í snatri eftirfarandi forskrift fyrir námskeiðið
í gestabókina sem þátttakendur skrifuðu síðan
undir, eins og vera bar:
Dagana 1. og 2. júní [1993] var haldið hér
svokallað rafgirðinganámskeið, en það var
kennsla í uppsetningu rafmagnsgirðinga.
Leiðbeinandi var Ragnar Eiríksson, Skag-
firðingur og mátti glöggt sjá það.
Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel,
meira að segja menn, sem höfðu talið sig
vita allt fram að þessu, gátu lært heilmikið.
Ekki mun verða langt að bíða þess að
hér um sveitir verði allt logandi í saman-
flæktum rafmagnsgirðingum, sem senda
frá sér neistaflug um loftin blá.
Við þökkum gott námskeið og gott atlæti
heimafólks og þykjumst vera betri en áður.
Gestabókinni fygldu tveir blaðsneplar, sem
fundust löngu síðar, með eftirfarandi vísum,
með óyggjandi rithönd Hákonar og í hans
anda, sem undirstrika að þær séu hans hugar-
smíð (Síðar einnig staðfest af Sigrúnu Bene-
diktsdóttur, ekkju hans):
Flest allt gekk hér fellt og smellt,
fræddist margur slyngur.
Allvel saman hópnum hélt,
hógvær Skagfirðingur
Tóvinnunámskeið I. Síðari hópur, 27.-29. apríl 1992. Talið f.v.: Jón Atli Gunnlaugsson, BsA, umsjón, Magna
Ásmundsdóttir, Neskaupstað, Hulda Hrafnkelsdóttir, Skjöldólfsstöðum, Þórunn S. Oddsteinsdóttir, Ormsstöðum,
Salóme B. Guðmundsdóttir, Gilsárteigi II, Helga S. Jónsdóttir, Hallgeirsstöðum, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Breiðu-
mörk, Þórarinn Lárusson, umsjón, Guðný Guðmundsdóttir, Hauksstöðum, Stefanía Hrafnkelsdóttir, Hallfreðar-
stöðum, Jóhanna E. Pálmadóttir, Bændaskólanum á Hvanneyri, kennari, Guðborg Jónsdóttir, húsfreyja á
Skriðuklaustri.