Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 91
90
Múlaþing
[...skemmtileg kaldhæðni og Konna líkt,
miðað við fyrri mannlýsingu/ ÞL]
Eitt sem ber að varast og ekki þykir rétt,
að yfir klofa rafgirðingu háa.
Þú gætir eflaust fengið á punginn brunablett
og bölvað stuð í næturgalann smáa
Fólk kom víða að á þetta námskeið eða
allt frá Fljótsdal og víðar að af Austurlandi
ásamt Akureyri, auk þess sem fylgdarmaður
Ragnars, Ian Gallagher að nafni frá sam-
nefndu fyriræki í Nýja-Sjálandi var með í
för, sumpart sem leiðbeinandi.
Á námskeiði á Klaustri á sumarmálum
1997, sem nefndist „Sjúkdómar, fóðrun og
hagræðing á sauðburði“, sem við Sigurður
Sigurðarson kenndum á allvíða eystra, kom
fram fyrripartur frá Sigurði í tilefni sumar-
málanna með kröfu um botn í Klausturgesta-
bókina. Fyrriparturinn var svona:
Saman frusu sumar vetur,
sagt var forðum, það boðar gott.
Þorsteinn Bergsson á Unaósi botnaði sísvona
um hæl:
Nú verða allar útisetur
eintóm dásemd og lífið flott.
Eftir fyrri dag á svona námskeiði á Klaustri
með Sigurði vorið 1994, brugðu menn sér í
félagsvist með Fljótsdælingum í Végarði, þar
sem sóknarpresturinn, séra Bjarni, heitinn,
Guðjónsson, stjórnaði af þeirri röggsemi, sem
honum einum var lagið. Í framhaldinu minnt-
ust einhverjir á að von væri á eftirlitsmönnum
frá MAST í sveitina, sem misjafnt orð færi af.
Greip prestur þetta á lofti og varaði sveitunga
sína við. Þetta varð Sigurði að yrkisefni:
Allt í gangi á tóvinnunámskeiði á Skriðuklaustri í apríl 1992. Kennarinn, Jóhanna E. Pálmadóttir, gengur á milli
nemanda.