Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 93
92
Múlaþing
Útskurðarnámskeið, 22. - 24. apríl 1996. Talið f.v.: Ólafur Eggertsson, Berunesi, kennari, Helga Björk Arnardóttir,
Reykjavík (nú búsett á Djúpavogi), Þórarinn Rögnvaldsson, Víðivöllum Ytri, Eiríkur Sigfússon, Staffelli, Sigrún
Ólafsdóttir, Egilsstöðum (nú í Brekkugerði), Einar Andrésson, Bessastöðum og Pétur Örn Þórarinsson, Skriðuklaustri.
Stingur hér nokkuð í stúf við næturlíðan
Jóa í Stapa og nemanda eins, eftir gistingu,
ef marka má eftirfarandi samsetning, sem
fylgdi eyðublaði um mat þátttakenda á nám-
skeiðunum og aðbúnaði:
Breiðum vanist beddum hef,
breytt ég undirstrika,
að þessum rúmum einkunn gef
í átt til hænsnaprika.
Vafalaust hefur þessi ágæti nemandi lent á
mjórra rúmi en hagyrðingurinn, þar sem rúmin
voru ekki beinlínis stöðluð að þessu, né öðru
leyti, frekar en annars ágætar vistarverur á
Klaustri. Vert er þó að geta þess að sá hinn
sami gaf aðstöðu á heimavist einkunnina
- góð- , svo að rúmgalli þessi hefur varla
rist mjög mjög djúpt hjá þessum ágæta vísu-
gerðarmanni.
Ingimar Sveinsson, fyrrum bóndi á Egils-
stöðum á Völlum og þáverandi kennari á
Hvanneyri, einkum í hrossarækt, var fenginn
til að kenna þetta fag á námskeiði á Klaustri í
apríl 1992 og var það því meðal upphafsnám-
skeiðanna þar. Ingimar, sem átti 90 ára afmæli
árið 2018 mun þá hafa verið 64 ára og fullur
af lífskrafti og eldmóði við að skila þessu
uppáhaldsefni vel til nemenda sinna. Þetta
er svo sem ekki í frásögur færandi þeim,
sem þekkja kappann. Til marks um það, hve
sannur áhugi hans er að þessu leyti, féllu
kennslustundirnar gjarna saman í mislanga
samfellda tíma, svona eftir því hvernig á stóð
í yfirferðinni. Þar sem Ingimar vanhagaði um
hjálparbendil til að útskýra glærurnar sínar
betur, bað hann umsjónarmann um að finna
sér eitthvert prik í bendilsstað. Til að bjarga
málum kom gamall gluggalisti í leitirnar,
sem Ingimar greip fegins hendi. Það hefði
hann ekki átt að gera, því að eftir daglangar