Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 96
95
H
Um sannfræði Hrafnkelssögu
Agnar Hallgrímsson
Hrafnkelssaga er eitt af öndvegisverkum
íslenzkra fornbókmennta. Að sam-
setningu er sagan meistaraverk. Hún
er ,,hrein perla meðal ættarsagnanna“, eins
og Finnur Jónsson kemst að orði um hana.
Óþarft mun að rekja efni þessarar sögu, svo
kunn er hún flestum Íslendingum, enda er efni
hennar á þann veg að það festist vel í minni
og verður mönnum hugstætt.
Meðal annars af þessari ástæðu var það
lengi vel trú manna, að Hrafnkelssaga væri
ein hin áreiðanlegasta af Íslendingasögum,
þannig að margir mátu hana meira en aðrar
sögur, þar sem þær greindi á. Af fylgjendum
þessarar kenningar má nefna fræðimenn eins
og Guðbrand Vigfússon, svo og þá Finn Jóns-
son, Boga Th. Melsteð og Björn M. Ólsen,
auk þess erlendu fræðimennina eins og t.d.
Knut Liestöl. Sumir þessara manna, t.d. Finnur
Jónsson og Björn M. Ólsen töldu þó að sagan
væri að nokkru leyti höfundarverk. Engu að
síður hefðu höfundar eða ritarar sögunnar
haldið sig fast við sannsögulegar heimildir,
enda þótt rjátlað hefði verið við efnið í með-
ferð skrásetjaranna.
Allir voru þessir fræðimenn því fylgjandi
sagnfestukenningunni svonefndu, sem gerði
ráð fyrir að sögurnar hefðu varðveizt í munn-
legri geymd, allt þar til þær voru skrásettar.
Segja má, að þetta hafi verið ríkjandi
skoðun fræðimanna innlendra sem erlendra
allt fram til ársins 1940. Það ár markar mikil
þáttaskil hvað snertir viðhorfið til sannleiks-
gildis Hrafnkelssögu og Íslendingasagna
almennt. Þetta ár kom út í safninu Studia
Islandica ritgerð Sigurðar Nordals prófess-
ors, sem hann nefndi Hrafnkötlu. Kver þetta
innihélt allnýstárlegar kenningar um uppruna
og sannindi sögunnar, sem mörgum kom á
óvart. Höfundur segir sjálfur í inngangskafla
að skoðanir þessar muni ekki einungis brjóta
í bága við trú flestra fyrri fræðimanna og
almennings á Íslandi um sannindi sögunnar og
traustleika hinna mögulegur sögusagna, sem
nú séu ríkjandi meðal erlendra fræðimanna og
meðferð sagnaritaranna á efninu (sbr. bls. 6).
Samt telur höfundur, að ekki verði lengur
hjá því komizt að leiða þjóðina í allan sann-
leika um sannindi helztu Íslendingasagna og
kveðzt hafa valið Hrafnkötlu í þessu skyni
enda þótt það sé sú Íslendingasaga, sem hann
hafi hingað til talið einna sannorðasta í efnis-
meðferð.