Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 100
99
Um sannfræði Hrafnkelssögu
það hafi hjálpað Hrafnkeli í upphafi. Finnst
mér að Eyvindur eiga við það er hann segir.
,,Mun hann [Hrafnkell] eiga örendi vestr til
dals at hitta vini sína”. Hvaða vini gat Hrafn-
kell átt þar vestra eftir að Sámur hafði tekið
við öllum mannaforráðum þar.
Það fer heldur ekki hjá því að margt er enn
á huldu hvernig var háttað skiptingu og erfðum
goðorðanna til forna. Vil ég í því sambandi
nefna, að Landnáma telur að Graut-Atli hafi
numið land austan Lagarfljóts á milli Gilsár
og Vallaness, sem Brynjólfur er þó sagður hafa
numið. Enda þótt Graut-Atli kunni að hafa
komið út nokkru á undan Brynjólfi, svo sem
Landnáma telur, gefur hún enga skýringu á
því hvers vegna þeir synir Atla erfðu eigi lönd
og mannaforráð eftir hann. Það er þó sýnt að
Brynjólfur hefur lagt undir sig landnám Atla,
þar sem bróðurdóttir Brynjólfs fékk í heiman-
fylgju öll lönd á milli Gilsár og Eyvindarár en
sonardóttir hennar átti þó Þorbjörn Graut-Atla-
son. Þetta er í meira lagi torskilið og er ekki
ólíklegt að svipað hefði getað verið farið um
tilkomu goðorðs Hrafnkels á þessum slóðum,
enda auðsæilegt, að lítt mark er takandi á því
sem sagt er um Hrafnkel í Landnámu.
Það er a.m.k. staðreynd, að þeir sonar-
synir Hrafnkels, þeir Helgi Ásbjarnarson
og Hrafnkell Þórisson eru báðir búsettir í
goðorði Hrafnkels í lok 10. aldar, að því er
Droplaugarsona saga tilgreinir [og hingað
til hefur ekki þótt fært að rengja]. Bjó Helgi
fyrst á Oddsstöðum en Hrafnkell á Hafursá og
eru báðir goðorðsmenn. Hvað er þá eðlilegra
en að hugsa sér að sé um erfðagoðorð þeirra
bræðra að ræða, hvort sem Hrafnkelsdalur
hefur þá verið í byggð eða ekki.
Þá er komið að þriðja atriðinu hjá Sig-
urði, hvort sagan eða Landnáma fari með
réttara mál eða þá hvort höfundur sögunnar
hafi þekkt Landnámu. Frásögnina má lesa í
formála Íslenskra fornrita og í Hrafnkelssögu
(sbr. bls. 97-98).
Við samanburð þessara tveggja kafla sést
að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt, enda þótt í
ýmsu beri á milli. Aðalmunurinn er sá, að frá-
sögninni af föður Hrafnkels er alveg sleppt úr
Landnámu og þar af leiðandi öllum örnefnum
sem hann snerta, en sonur hans, sem að vísu er
talinn Hrafnsson er gerður að Landnámsmanni
milliliðalaust.
Séð inn Suðurdal í Skriðdal. Múlakollur til hægri. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.