Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 100

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 100
99 Um sannfræði Hrafnkelssögu það hafi hjálpað Hrafnkeli í upphafi. Finnst mér að Eyvindur eiga við það er hann segir. ,,Mun hann [Hrafnkell] eiga örendi vestr til dals at hitta vini sína”. Hvaða vini gat Hrafn- kell átt þar vestra eftir að Sámur hafði tekið við öllum mannaforráðum þar. Það fer heldur ekki hjá því að margt er enn á huldu hvernig var háttað skiptingu og erfðum goðorðanna til forna. Vil ég í því sambandi nefna, að Landnáma telur að Graut-Atli hafi numið land austan Lagarfljóts á milli Gilsár og Vallaness, sem Brynjólfur er þó sagður hafa numið. Enda þótt Graut-Atli kunni að hafa komið út nokkru á undan Brynjólfi, svo sem Landnáma telur, gefur hún enga skýringu á því hvers vegna þeir synir Atla erfðu eigi lönd og mannaforráð eftir hann. Það er þó sýnt að Brynjólfur hefur lagt undir sig landnám Atla, þar sem bróðurdóttir Brynjólfs fékk í heiman- fylgju öll lönd á milli Gilsár og Eyvindarár en sonardóttir hennar átti þó Þorbjörn Graut-Atla- son. Þetta er í meira lagi torskilið og er ekki ólíklegt að svipað hefði getað verið farið um tilkomu goðorðs Hrafnkels á þessum slóðum, enda auðsæilegt, að lítt mark er takandi á því sem sagt er um Hrafnkel í Landnámu. Það er a.m.k. staðreynd, að þeir sonar- synir Hrafnkels, þeir Helgi Ásbjarnarson og Hrafnkell Þórisson eru báðir búsettir í goðorði Hrafnkels í lok 10. aldar, að því er Droplaugarsona saga tilgreinir [og hingað til hefur ekki þótt fært að rengja]. Bjó Helgi fyrst á Oddsstöðum en Hrafnkell á Hafursá og eru báðir goðorðsmenn. Hvað er þá eðlilegra en að hugsa sér að sé um erfðagoðorð þeirra bræðra að ræða, hvort sem Hrafnkelsdalur hefur þá verið í byggð eða ekki. Þá er komið að þriðja atriðinu hjá Sig- urði, hvort sagan eða Landnáma fari með réttara mál eða þá hvort höfundur sögunnar hafi þekkt Landnámu. Frásögnina má lesa í formála Íslenskra fornrita og í Hrafnkelssögu (sbr. bls. 97-98). Við samanburð þessara tveggja kafla sést að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt, enda þótt í ýmsu beri á milli. Aðalmunurinn er sá, að frá- sögninni af föður Hrafnkels er alveg sleppt úr Landnámu og þar af leiðandi öllum örnefnum sem hann snerta, en sonur hans, sem að vísu er talinn Hrafnsson er gerður að Landnámsmanni milliliðalaust. Séð inn Suðurdal í Skriðdal. Múlakollur til hægri. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.