Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 104
103
Um sannfræði Hrafnkelssögu
Finnur Jónsson fullyrti að sagan og Land-
náma væru óháðar hvor annarri og byggði
það á svipuðum rökum og hér hefur verið
haldið fram.
Aftur á móti telur Sigurður líklegt að höf-
undur sögunnar hafi þekkt Landnámu. Byggir
hann það á þrennu:
1. Nafn Þormóðs Þjóstarsonar sé fengið
að láni þaðan, enda sé hans hvergi getið
annars staðar en í Hrafnkelssögu.
2. Líkingar í frásögn Landnámu og Hrafn-
kelssögu.
3. Ættartala Haralds hárfagra í upphafi
sögunnar.
Hér skal ekki farið nákvæmlega út í að ræða
þessi atriði, enda skiptir það raunar litlu
máli sé gengið út frá því að eitthvað sé hæft
í sögunni sjálfri. Benda má þó á eftirfarandi:
1. Nafn Þormóðs gat verið þekkt án hlut-
deildar Landnámu, enda getur hún ekki
um bústað hans, sem sagan gerir. Þetta
sannar því ekkert.
2. Ekki þarf að koma á óvart þótt líking
sé í frásögninni, ef báðir hafa stuðst við
arfsagnir og er þetta áður rætt.
3. Ættartölu Haralds gat höfundur sögunnar
hafa þekkt óháð Landnámu þar sem vitað
er að slíkar ættartölur voru oft varðveittar
sérstakar í ritum annars efnis. Hún getur
líka verið síðari tíma viðbót skrásetjara
handrits. Niðurstaðan er því að engin sér-
stök líkindi eru fyrir því að höfundur hafi
þekkt Landnámu.
Um Eyvindarörnefnin segir Sigurður að þau
séu vafalaust uppspuni og muni Eyvindur
aldrei hafa verið til, fremur en aðrar persónur
sögunnar að Hrafnkeli undanskildum. Á bls.
24 hefur slæðst inn meinleg villa, en þar segir:
,,Eyvindarfjöll eru nokkru innar en vegurinn úr
Fljótsdal að Aðalbóli“. Þetta er rangt, þar sem
Aðalbólsvegur liggur allangt fyrir innan bæði
Eyvindarfjöllin og gefur þetta til kynna að
höfundur sé mjög ókunnugur þar eystra. Hins
vegar koma þessi Eyvindarörnefni algjörlega
heim og saman við söguna. Eins og áður er
Séð frá Eyvindarfjöllum til Snæfells. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.