Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 110
109 Um sannfræði Hrafnkelssögu virðast ósennilegt en þó er vitað að landgæði voru þar meiri á landnámsöld og enn í dag er sauðfé hvergi vænna né léttara á fóðrum en á Jökuldal. Landgæðin þar drógu e. t. v. til sín landnámsmenn fremur en Héraðið enda var það þá meira skógi vaxið en nú er. Sumir telja (t.d. Jón Jóhannesson) að Hafn- kell hafi ekki átt margra góðra kosta völ. Bent hefur verið á að Hrafnkelsdalur var og er enn góður til búskapar og Hrafnkell hafi tekið hann fram yfir hið skógi vaxna Fljótsdalshérað þótt hann væri þar kunnugur af dvöl sinni á Hallfreðarstöðum. Ýmis fleiri smáatriði mætti benda á í sögunni sem hljóta að teljast með nokkrum ósannleikablæ, en ég hirði ekki um að tíunda það hér frekar enda lengd þessarar greinar orðin ærin. Um ritunartíma sögunnar eða höfund hennar ræði ég ekki, enda fellur það að mestu utan þess sem hér er um ritað. Þess má geta að Finnur Jónsson telur söguna ritaða í síðasta lagi í lok 12. aldar, Sig- urður aftur á móti í lok 13. aldar, og sennilega hafa verið uppi tilgátur um allt þar á milli. Af því má sjá að a.m.k. er ágreiningur um þetta. Af því sem hér hefur verið sagt, finnst mér að draga megi eftirfarandi ályktanir: 1. Höfundur greinarinnar Hrafnkötlu virðist hafa það að leiðarljósi að verja þá skýringu sem er bæði ósennilegri og flóknari en hafna þeirri sem er einfaldari og sennilegri allt í því augnamiði að sanna kenningu sína um skáldsögu en ekki sagnfræði. 2. Af flestum þeim dæmum sem höfundur Hrafnkötlu tilgreinir verður ekki ráðið um að þau séu tilbúningur höfundar sögunnar. Fæ ég því ekki betur séð að sannindi sögunnar (eða ósannindi) standi á jafn föstum grundvelli og þau voru áður en téð ritgerð kom til sögunnar. 3. Sagan ber víða greinileg og ákveðin merki ákveðins höfundar einkum er varðar sam- töl og tilvitnanir til fornra laga. Þessar missmíðar eru sennilega flestar runnar frá síðari skrásetjurum hennar. 4. Höfundur sögunnar hefur í meginatriðum stuðst við arfsagnir og þar sem hann var að öllum líkindum ættaður af Héraði hefur honum verið kunnugri æviferill Hrafn- kels en mönnum í öðrum landshlutum sem einnig fengust við að skrásetja sömu atburðina. Af því mun stafa sá mismunur sem kemur fram í frásögn sögunnar annars vegar og annarra heimilda hins vegara, t.d. Landnámu. Að lokum þetta. Það sem hér hefur verið ritað ætlast ég engan veginn til að sé skoðað á þann veg að óyggjandi rök séu fyrir því að sagan sé byggð á arfsögnum. Til þess að svo mætti verða þyrfti að fara fram mikið ýtarlegri og fjölbreyttari rannsókn á öðrum forsendum hennar. Munu þá ekki sízt frekari fornleifa- rannsóknir geta gefið traustar vísbendingar í þessu efni (nefna má rannsóknir dr. Svein- björns Rafnssonar prófessors). Samt vildi ég vara við öllum oftrúnaði á þær kenningar sem settar eru fram í ritgerð Sigurðar enda þótt þær verði að svo stöddu hvorki sannaðar né ósannaðar svo óyggjandi sé. Slík oftrú á ákveðnar kenningar hlýtur að leiða til stöðnunar á rannsóknum á þessu sviði og koma í veg fyrir að hinn endanlegi sannleikur komi í ljós. Hins vegar sé ég enga ástæðu til að hafna þeirri aldagömlu söguskoðun sem rakin verður svo langt aftur í tímann sem heimildir og munnmæli herma. Því megi telja líkleg- ast að rekja til þess tíma er sögurnar voru fyrst ritaðar. Hún er að mínum dómi sú, að aðalatburðir Hrafnkelssögu sem og annarra Íslendingasagna séu í meginatriðum byggðir á sannsögulegum heimildum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.