Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 116
115
Eftirleit á Brúaröræfum í febrúar árið 1982
Þegar að Brú kom var dagsbirta á þrotum.
Þrátt fyrir erfiðan dag var hann ógleyman-
legur, náttúran einstök og allt gekk framar
björtustu vonum. Þó var eftirminnilegast að
bjarga þessum kindum til byggða sem tæplega
hefðu lifað af veturinn.
Það er af Arnardalssmölum að segja að
kindurnar sem Venni flutti í Arnardal fundust
ekki, en þess í stað fundust tvær ær í Fremra-
Minni, vestan Breiðastykkis. Önnur ferð var
gerð til að leita svörtu mæðgnanna. Þá fórum
við,Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum ásamt
Vernharði í Möðrudal, taldi Venni það forms-
atriði að renna og sækja kindurnar. Hittumst
við austari Fjallgarð, farið var inn Langadal,
Þríhyrning, Breiðastykki og í Arnardal þar
sem tekið var hádegishlé á ferðinni. Síðan
farið vestur að Kreppu og út með Jökulsá
á Fjöllum, allt til Möðrudals. Hafði aðeins
lækkað flugið á Venna, því enga fundum við
kindina í þessari ferð.
Vorum aðeins útivistinni ríkari og þó
nokkrum bensínlítrum fátækari. Þær svörtu
mæðgur mættu svo til réttar, þegar Fjallgarðar
voru smalaðir næsta haust. Þessar eftirleitir
eru aðeins sýnishorn af því sem bændur
leggja af mörkum til að bjarga kindum frá
hungurdauða á afréttum.
Snjósleðar hafa, síðan þeir komu til sögunnar, nýst vel við eftirleitir. Hér skyggnist Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóli
eftir fé. Ljósmyndari: Sigurður Aðalsteinsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Vernharður Vilhjálmsson fyrrum
bóndi í Möðrudal.
Sigurður Aðalsteinsson fyrrum bóndi
á Vaðbrekku.
Vilhjálmur Snædal fyrrum bóndi á
Skjöldólfsstöðum.