Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 121
120
Múlaþing
bein, nokkur brot af höfuðskeljum, nokkrir
hryggjarliðir og brot af rifbeinum, hluti af and-
litsbeinum, allar tennurnar og kjálki). Engin
bein fundust neðan mittis. Taldi Sigurður
það benda til þess að líkami konunnar ofan
mittis hafi orðið fyrir skriðu en neðri hlutinn
hafi verið lengur óvarinn fyrir eyðingu. Hann
taldi ennfremur að nokkuð farg hafi legið á
beinunum vegna skriðunnar og skriðan hefði
verið á hreyfingu. Þó að ekki hafi verið hægt
að greina beinin til kyns taldi Sigurður mjög
líklegt að um konu væri að ræða, þar sem
skartið sem hún bar var hefðbundið kvenskart
(Guðbergur Davíðsson o.fl., 2013; Sigurður
Bergsteinsson, 2006, bls. 8).
Sigurður taldi út frá gerðfræði gripa að
„fjallkonan“ hefði verið uppi um 910–930 e.
Kr. og greining Elínar Óskar Hreiðarsdóttur
á perlum „fjallkonunnar“ í MA ritgerðinni
Íslenskar perlur frá víkingaöld: með viðauka
um perlur frá síðari öldum. I. og II. hluti benti
eindregið til tímabilsins 950/60–1000 e. Kr.
Sigurður taldi að fjöldi gripa og perla benti til
þess að „fjallkonan“ hefði tilheyrt efri lögum
þjóðfélagsins (Sigurður Bergsteinsson, 2005,
bls. 36, 2006, bls. 10). Í heimildamyndinni
„Fjallkonan: Lady of the Mountain“ um forn-
leifafundinn sem birtist 2013 taldi Sigurður
margt benda til þess að „fjallkonan“ ætti ýmis-
legt sameiginlegt með fornleifarannsókn á
gröf einstaklings í grafreit sem grafinn hafði
verið í ríkulegri gröf í hólma á Steigen, sn.
Hagbardholmen á Engeløya í Norður-Noregi,
Mynd 5. Umhverfi fornleifafundarins á Vestdalsheiði. Stöðumynd úr flygildi, tekin í september árið 2016. Ljósmynd:
Bjarni F. Einarsson.
Mynd 6. Brjóstnæla 2004-53-2. Ljósm.: Sigurður Berg-
steinsson.