Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 124
123
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Brjóstnæla Þjms.nr. 2004-53-2 var hulin
jarðvegi þegar hún fannst og er hún því mun
betur varðveitt, fíngerðari og með skýrara
mynstur en sjá má á nælu 2004-53-1. Lýsa
má skrautverki á efri og neðri skildi nælu
2004-53-2 á sama hátt og nælu 2004-53-1.
Hægt er að sjá ryð frá festingu fyrir þorn
eða nál aftan á nælunni (sarpur.is, Þjms.nr.
2004-53-2). Eins og lesa má úr birtu efni um
fornleifafundinn voru nælur „fjallkonunnar“
efnagreindar með því að taka sýni á bilinu 0,1
til 0,5 milligrömm af yfirborði þeirra. Grein-
ingarnar voru gerðar með ICP tæki af gerðinni
Spectro Ciros (Sigurður Bergsteinsson, 2006,
bls. 9-12). Í lýsingu Sigurðar Bergsteinssonar
í texta um brjóstnælur „fjallkonunnar“ segir
að mikil gylling hafi verið eftir á nælunum
og þær hafi verið algylltar að framanverðu.
Fundist hafa nælur af þessari gerð með blý-
hnöppum húðuðum silfri eða öðrum hvít-
málmum. Greining á sýnum sem tekin voru
úr brjóstnælunum sýndi að mikið blý var
blandað saman við koparinn í þeim. Nánast
hreint blý var við hnappfestingu annarrar
nælunnar en leifar hnapps á hinni virtist hafa
verið pjátur (blanda af blý og tini). Niður-
stöður greininganna bentu til þess að hnappar
kúptu nælanna hafi verið úr blýi en húðaðir
með pjátri. Gyllingin var blanda kopars og
gulls (Sigurður Bergsteinsson, 2006, bls. 9).
Sigurður bar brjóstnælur „fjallkonunnar“
saman við brjóstnælu af sömu gerð, þ.e. R.
652/654, 51C úr kumli á Hrísum í Eyjafirði.
Nælan frá Hrísum var með gyllingu og heilan
Mynd 11. Bakhlið brjóstnælu Þjms.nr. 2004-53-1. Ljósm.:
Rannveig Þórhallsdóttir.
Mynd 10. Brjóstnæla 2004-53-1. Ljósmynd: Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands.