Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 126
125
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Í Daðastaðakumlinu (Kt 126) fannst sama
nælutegund en önnur var Smykker 51b og hin
51d (Kristján Eldjárn, 2016, bls. 353-355).
Í Doncaster, South-Yorkshire í Englandi
fannst árið 2001 kvengröf frá víkingaöld (lok
9. aldar). Ísótóparannsóknir sýndu að konan
var upprunnin frá Noregi eða norð-austur
Skotlandi. Í þeirri gröf voru tvær brjóstnælur
en af sitthvorri gerðinni (Smykker (eða Pet-
ersen) 37:12 og Smykker 37:3), líkt og í Val-
þjófsstaðakumlinu, og fundust textílleifar
aftan á nælunum (Speed, 2004, bls. 51-90).
Svipaðar brjóstnælur og fundust hjá „fjall-
konunni“ af gerð 652/654, undirgerð A og B
skv. Peterson, fundust einnig í kvengröf frá
víkingaöld að Reay, Katanesi í Skotlandi árið
1913 (Kristján Eldjárn, 2016, bls. 359-360;
Curle, 1914, bls. 292-315; Grieg, 1940, bls.
20-22; Norstein, 2014, bls. 18, 25 og 43).
Brjóstnælur af gerð 652/654 voru vissu-
lega ein af algengustu tegund forngripa um
allt víkingasvæðið, enda voru þær fjöldafram-
leiddar, en sumar útgáfurnar voru þó hirðu-
leysislega gerðar. Brjóstnælur „fjallkonunnar“
voru óvenju vel unnar og mikið lagt í verkið,
eins og silfurþræðir í skrautverki á efra skildi
sýna. Nælurnar af gerð 652/654 héldust í raun
í tísku alla 10. öldina (Kristján Eldjárn, 2016,
bls. 358-359).
Járnbrot
Gripur 2004-53-9 (4 x 0,9 cm) er járnbrot, talið
vera þorn úr annarri kúptu nælunni (sarpur.
is, 2004-53-9). Járnbrotið fannst í læknum
neðan við skúta fjallkonunnar og hefur því
líklega skolast þar niður. Þegar gripurinn var
skoðaður í víðsjá Þjóðminjasafnsins fannst
hár sem hafði varðveist innan í gripnum. Um
hvers konar hár var að ræða? Leitað var til
Michéle Hayeur Smith fornleifafræðings sem
hefur rannsakað textíl úr fornleifafræðilegu
samhengi með aðstoð á greiningu á hárinu og
taldi hún að hárið væri úr sauðkind og að ullin
hafi líklega verið unnið band í flík. Saman-
burðargreining skimrafeindasmásjármynda
og skoðun á mynstri yfirborðs af hárum níu
dýrategunda staðfesti að um hár úr sauðfé
væri að ræða. Samanburðargreiningin var birt
í Journal of Archaeological Science: reports
24 (2019) bls. 24-29, undir nafninu „SEM
analysis of an archaeological hair sample from
East-Iceland and comparative samples from
nine modern-day species of mammals from
the region“. Greinin var unnin í samvinnu
við Joe Wallace Walser III sem er doktors-
nemi og sérfræðingur á Þjóðminjasafninu,
Dr. Kesöru Amarawat-Jónsson, prófessor í
grasafræði og plöntuerfðafræði við Líf- og
Mynd 14. Járnbrot Þjms.nr. 2004-53-9. Ljósm.: Rannveig
Þórhallsdóttir.
Mynd 15. Víðsjármynd af grip Þjms.nr. 2004-53-9. Ljósm.:
Rannveig Þórhallsdóttir.