Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 128
127
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
blöðkuskreyti (Graham-Campbell, 2013, bls.
63). Dennis Moos greindi þríblaðanæluna til
gerðar F2.2 skv. Maixner (Moos, 2013, bls.
114-115) en Karlotta S. Ásgeirsdóttir greindi
skrautverk hennar sem af gerð Smykker 110.
(Karlotta S. Ásgeirsdóttir, 2011, bls. 91-92).
Þríblaðanælur af þessari gerð hafa fundist
áður en þá með hvítmálmhúðun (silfri eða
tini) á hæstu flötum skreytiverksins (Sigurður
Bergsteinsson, 2005, bls. 35; 2006, bls. 9).
Sýni var tekið og greint af efsta hluta skraut-
verks þríblaðanælunnar en þar fundust engar
leifar hvítmálma (Sigurður Bergsteinsson,
2006, bls. 9; Óskar Níelsson og Karl Grön-
vold, óbirt skýrsla hjá Jarðvísindastofnun).
Blöðin eða tungur þríblaðanælunnar eru 3,6
cm að lengd og 3 cm á breidd og heildarþver-
mál er 7,9 cm (sarpur.is). Á bakhlið nælunnar
eru á einu blaðinu ásteypt festing fyrir þorn
með leifum af nálinni, ásteypt (brotið) hak til
að krækja nálina í og á þriðja blaðinu er brot af
ásteyptum hring, sem að öllum líkindum hefur
verið til að hengja í keðju. Eitt af blöðunum er
aðeins bogið inn að miðju og hefur það verið
viðgert fyrir gyllingu eða sprungið nánast af
(sarpur.is, Þjms.nr. 2004-53-3).
Mynd 18. Bakhlið þríblaðanælu Þjms.nr. 2004-53-3.
Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.
Mynd 17. Þríblaðanæla Þjms.nr.
2004-53-3. Ljósm.: Ívar Brynjólfsson,
Þjóðminjasafn Íslands.