Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 131
130
Múlaþing
flatur með gati þar sem í leikur hringur sem er
1,4 cm í þvermál og 2 mm þykkur (sarpur.is,
Þjms.nr. 2004-53-5). Á oddi hringprjónsins
er smit af því er virðist spanskgrænu, sem
gæti bent til þess að hann hafi legið upp við
annan grip, hugsanlega aðra brjóstnæluna,
sbr. smit á grænum kopar á líkamsleifum í
Ketilsstaðakumlinu (Walser, 2015, bls. 48).
Hringprjónar hafa fundist í bæði kven- og
karlgröfum frá víkingatímanum og eru því
ekki túlkaðir sem vísbending um kyn (Fann-
ing, 1994, bls. 127-128). Þegar hringprjónn nr.
2004-53-5 er skoðaður út frá þeirri gerðfræði
sem Thomas Fanning setti fram í Viking Age
Ringed Pins from Dublin árið 1994 er ljóst að
hringprjónninn er af skandinavískum uppruna.
Bæði hringur og haus eru samkvæmt Fanning
af skandinavískum uppruna með „plate“ lagi
(Fanning, 1994, bls. 6-8 og bls. 49).
Fornleifafræðingurinn Zanette Glørstad
hefur sýnt fram á að til sé „norsk“ útgáfa af
hringnælum og hringprjónum (þ.e. Vestfold
týpan) en frumgerðin var búin til á Írlandi og
í eyjasamfélögum Skotlands. Glørstad taldi að
sú þróun sem átti sér stað í útliti hringnælanna
og hringprjónanna sýndi fram á tjáningu á sn.
„colonial identity“, þ.e. meðvitund um nor-
ræna sjálfsmynd í heimalöndum víkinganna
(Glørstad, 2014, bls. 151-170). Þróuninni
hefur verið lýst sem „hybrid“ og „in-between
cultures“. Hugtakið „in-between“ á þá við
ákveðið millistigsástand í menningartilfær-
slu hóps fólks, líkt og fyrsta stig sambands
víkinga og innfæddra í þeim löndum sem
þeir fluttu til; þegar ný tákn um sérstæði (e.
identity) verða til. Hugtakið „hybridization“
lýsir þá ferlinu þegar menning og þjóðleg
tjáning (e. ethnic expression) fá nýja merk-
ingu og þeir innfluttu aðlagast aðstæðum og
háttum á staðnum (e. local practices) (Glør-
stad, 2014, bls. 153). Þegar myndir af hring-
prjónum af írskri og norskri gerð eru bornar
saman við hringprjón „fjallkonunnar“ er ljóst
að hringprjónn nr. 2004-53-5 tilheyrir Vestfold
flokknum frá Noregi út frá lögun hrings, hauss
og skreytis hringprjónsins.
Mynd 24. Hringprjónn „fjallkonunnar“. Ljósm.: Rannveig
Þórhallsdóttir.
Mynd 25. Hringprjónn „fjallkonunnar“. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.