Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 135
134
Múlaþing
frá Bagdad sem ferðaðist til Volgu árið 922
e. Kr. má sjá lýsingar á klæðnaði víkinga-
kvenna, sem báru um hálsinn hálsfestar úr
gulli og silfri, stundum tvær festar eða fleiri.
Ibn Fadlán taldi dökkgrænu perlurnar verð-
mætastar af þeim (Montgomery, 2000, bls.
6-7) . Út frá þeirri heimild vakna spurningar
um hvort grænu perlur „fjallkonunnar“ hafi
haft meira verðmæti en aðrar.
Jarðvegssýni af vettvangi
Rannsóknir sýna að eftir því sem jarðvegur er
súrari, því verr varðveitast líkamsleifar (bein)
í jarðvegi (Gordon, 1981, bls. 569). Ákveðið
var því að greina sýrustigið í jarðveginum þar
sem fjallkonan fannst til að geta skorið úr um
hvort það hefði getað haft afgerandi áhrif á
varðveisluskilyrði tanna og gripa. Með gripum
merktum 2004-53 var geymt jarðvegssýni
sem var tekið á vettvangi árið 2004 en það
var á þeim stað þar sem hringprjóninn fannst.
Jarðvegur með sýrustig 7 er hlutlaus og lægri
gildi eru súrari (Ólafur Arnalds, 2015, bls. 59).
Niðurstöðurnar (sýrustig 5,29; 5,25 og 5,16)
bentu aftur á móti ekki til þess að jarðvegur-
inn á fundarstað fjallkonunnar sé það súr að
hann hafi getað haft áhrif á varðveislu tanna
og beina. Það er því líklegra að aðstæðurnar
á fundarstað (klettaurð og lítill jarðvegur og
hugsanlega snjóhella með frostsprungnum
jarðvegi) hafi frekar haft þar áhrif.
Bein og tennur
Eins og áður sagði voru líkamsleifar „fjall-
konunnar“ brotakenndar. Aðeins fundust
bein ofan mittis og því ekki hægt að greina
líkamsleifarnar til kyns út frá beinum (s.s.
mjaðmagrind). Þar sem allar tennur fundust
var aftur á móti möguleiki að nýta vísinda-
legar aðferðir til að komast að ákveðnum upp-
lýsingum tengdum uppruna. Ein af þeim var
að greina strontíum-samsætur í tannglerungi.
Hildur Gestsdóttir mannabeinafræðingur
og fornleifafræðingur og T. Douglas Price birtu
Mynd 30. Ljósmynd úr skýrslu Guðnýjar Zoëga um bein „fjallkonunnar“, bls. 5.