Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 143
142
Múlaþing
innar var stór, skorinn hvalbeinsplatti, brotinn í
tvennt. Geta má þess að yfir gröfinni var þykkt
lag af birkiberki. Þessir gripir og líkamsleifar
eru varðveitt á Tromsö Museum í Noregi og
hefur gröfin verið tímasett í kringum 900.
Gripirnir voru í fyrstu taldir hafa tilheyrt konu
en eins og áður hefur komið fram tilheyrðu
þau karlmanni sem hafði verið um 165 cm að
hæð. Norskir fornleifafræðingar hafa getið sér
þess til að líkamsleifarnar úr gröf I/1954 og
II/1954 (bein úr kvenkyns einstaklingi) hafi
víxlast ( þeir gripir eru taldir frekar geta hafa
tilheyrt karlmanni) (Bakke, 2012, bls. 58-60,
og bls. 82; Lund, 1954).
Í Fjörtoft, Möre and Romsdal, Noregi,
fundust 365 perlur af gerð E og F auk gripa.
Perlurnar frá Fjörtöft má sjá á mynd 37.
Gröfin nr. B 11769 í Fjörtoft var bátsgröf og
fór uppgröftur fram árið 1965. Í upplýsingum
frá Sonju M. Innselset við Háskólasafnið í
Bergen fundust við uppgröftinn auk perlanna
tvær brjóstnælur af gerð R. 652 (lengd 10,9
cm), þríblaðanæla ásamt fleiri gripum (Uni-
versitetsmuseet i Bergen, skýrsla 2129, bls.
1-5). Stór hluti perlanna voru taldar hluti af
hálsmeni, þ. á m. 4 gullhúðaðar perlur og 34
silfurhúðaðar perlur. Athyglisvert er að 147
perlur eru um eða undir 3 mm í þvermál. Litir
litlu perlanna er 29 bláar (4 af þeim eru tvö-
faldar), 51 græn, 16 skærgular og 51 svartar
með fjólubláum tónum.
Callmer fjallar um þrjá fornleifafundi frá
víkingaöld í Svíþjóð þar sem um er að ræða
umtalsvert magn af perlum, sjá mynd 38.
Í Kvillingesókn, Bådstorp, Östergötland, í
Svíþjóð fundust árið 1959 401 perla af gerð
A, B, E, F, G og T auk gripa. Fræðast má
frekar um fundinn í Kvillingesókn í skýr-
slu 26424, Kvillinge. (Kvillinge, nr. 26424,
Swedish National Heritage Board). Miðað
við upplýsingar á vefsíðu Historiska Museet
(historiska.se) virðist fornleifafundur þessi
eldri en fornleifafundurinn á Vestdalsheiði og
því er frekari samanburður óþarfur.
Einnig fundust 603 perlur af eftirfarandi
gerð (fjöldi í sviga), auk gripa árið 1957 í
Gästrikland, Valbo parish, Järvsta í Svíþjóð
af gerð A, B, E og F. (sjá mynd 39): Perlurnar
voru að öllum líkindum úr perlufesti sem
borin var um hálsinn. Við uppgröftinn í
Gästrikland fundust 27 grafir og voru hluti
af þeim grafir barna (Gästrikland, nr. 28025,
Swedish National Heritage Board).
Callmer fjallar einnig um gröf 508 í Birka
í Svíþjóð, en þar fundust 304 perlur, sem talin
er hafa verið perlufesti og „grave depot“ ásamt
öðrum gripum af gerð A, B, E F og T (mynd
40). Gripirnir virðast eldri en gripir „fjall-
Mynd 37. Perlurnar frá Fjörtoft. Af heimasíðunni: http://
w w w . u n i m u s . n o / a r t e f a c t s / u m /
search/?oid=25207&museumsnr=B11769&f=html
Mynd 38. Perlurnar úr uppgreftinum í Kvillingesókn. Af
historiska.se.